Lífið

Ljúfir tónar í Laugardalnum

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Þeir Hrafnkell og Þorkell standa fyrir tónleikaröð á Café Flóru öll fimmtudagskvöld í sumar.
Þeir Hrafnkell og Þorkell standa fyrir tónleikaröð á Café Flóru öll fimmtudagskvöld í sumar.
„Allir fimmtudagarnir eru dekkaðir nema 29. ágúst. Við ákváðum að bíða með hann og ætlum að reyna að hafa stórt lokapartí þá,“ segir Þorkell Andrésson, framkvæmdastjóri Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal.

Í sumar mun kaffihúsið bjóða upp á tónleika öll fimmtudagskvöld og fara fjórðu tónleikarnir fram í annað kvöld þegar hljómsveitin Esja spilar fyrir gesti.

„Í gegnum tíðina hafa margir tónlistarmenn óskað eftir því að fá að halda tónleika hjá okkur og við gefið leyfi fyrir því. Það myndast alltaf ótrúlega flott og skemmtileg stemning hérna og við vildum fara að gera þetta á okkar forsendum,“ segir Þorkell. Með honum í skipulagningu er Hrafnkell Már Einarsson, tónlistarmaður og þjónn á Café Flóru.

„Upphaflega átti þetta að vera einu sinni í mánuði en áhuginn var svo mikill á meðal tónlistarmannanna að við settum þetta á alla fimmtudaga í sumar,“ segir Þorkell, sem lofar miklu fjöri á tónleikunum á morgun. „Það verður alveg brjáluð stemning og við hvetjum alla til þess að mæta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.