Leigja svefnpoka og tjöld til útlendinga Sara McMahon skrifar 19. júlí 2013 10:00 Óskar Bjarni Skarphéðinsson og Vaidas Valentukevicius reka Gangleri Outfitters. Þar er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson „Það var þannig að við höfum báðir, og þá sérstaklega Vaidas, fengið útlendinga í heimsókn sem ætluðu sér út á land en voru of illa útbúnir fyrir slíkar ferðir. Útivistarbúnaður er dýr í kaupum og þá kemur svona leiga sér vel,” segir Óskar Bjarni Skarphéðinsson sem rekur verslunina Gangleri Outfitters á Hverfisgötu ásamt Vaidas Valentukevicius. Í versluninni er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað á borð við gps-tæki, tjöld, bakpoka, pottasett og gönguskó svo fátt eitt sé nefnt. Óskar Bjarni og Vaidas kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir þremur árum og varð vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á útivist. Gangleri Outfitters opnaði þann 17. júní og hannaði Vaidas allar innréttingar verslunarinnar. „Við gerðum allt sjálfir til að spara pening. Við söfnuðum til dæmis rekavið til að smíða innréttinguna og það kom svo vel út að það er eins og við höfum spanderað í innanhúsarkitekt,“ segir Óskar Bjarni og hlær. Aðspurðir segja þeir félagar að flestir sem til þeirra koma séu vel undirbúnir fyrir ferðalög um Ísland en viðurkenna að það sé misjafn sauður í mörgu fé. „Það var einn sem ætlaði að ganga Laugaveginn með ferðatösku. Önnur fór í göngu skammt frá Mýrdalsjökli í háum hælum. En flestir mæta vel búnir og þurfa kannski bara að kaupa prímus.“ Óskar segir viðskiptin hafa farið ágætlega af stað þótt rigningarveðrið hafi vissulega haft nokkur áhrif þar á. „Það er töluvert meira að gera hjá okkur þegar veðurspáin er góð. Fólk er ekki mikið fyrir að plana útilegur þegar rigningu er spáð. Í vetur ætlum við svo að bæta við úrvalið hjá okkur. Þá ætti fólk að geta leigt ísaxir, hjálma og hlýrri svefnpoka.“ Gangleri Outfitters er opin alla daga vikunnar og skipta þeir Óskar og Vaidas vöktunum á milli sín. „Enn sem komið er eru allar líkur á því að annar okkar, eða við báðir, sé í vinnunni. Besta leiðin til að komast pottþétt ekkert út í íslenska náttúru er að opna útivistarverslun um hásumar,“ segir Óskar að lokum. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Það var þannig að við höfum báðir, og þá sérstaklega Vaidas, fengið útlendinga í heimsókn sem ætluðu sér út á land en voru of illa útbúnir fyrir slíkar ferðir. Útivistarbúnaður er dýr í kaupum og þá kemur svona leiga sér vel,” segir Óskar Bjarni Skarphéðinsson sem rekur verslunina Gangleri Outfitters á Hverfisgötu ásamt Vaidas Valentukevicius. Í versluninni er hægt að kaupa eða leigja útivistarbúnað á borð við gps-tæki, tjöld, bakpoka, pottasett og gönguskó svo fátt eitt sé nefnt. Óskar Bjarni og Vaidas kynntust í gegnum sameiginlega vini fyrir þremur árum og varð vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á útivist. Gangleri Outfitters opnaði þann 17. júní og hannaði Vaidas allar innréttingar verslunarinnar. „Við gerðum allt sjálfir til að spara pening. Við söfnuðum til dæmis rekavið til að smíða innréttinguna og það kom svo vel út að það er eins og við höfum spanderað í innanhúsarkitekt,“ segir Óskar Bjarni og hlær. Aðspurðir segja þeir félagar að flestir sem til þeirra koma séu vel undirbúnir fyrir ferðalög um Ísland en viðurkenna að það sé misjafn sauður í mörgu fé. „Það var einn sem ætlaði að ganga Laugaveginn með ferðatösku. Önnur fór í göngu skammt frá Mýrdalsjökli í háum hælum. En flestir mæta vel búnir og þurfa kannski bara að kaupa prímus.“ Óskar segir viðskiptin hafa farið ágætlega af stað þótt rigningarveðrið hafi vissulega haft nokkur áhrif þar á. „Það er töluvert meira að gera hjá okkur þegar veðurspáin er góð. Fólk er ekki mikið fyrir að plana útilegur þegar rigningu er spáð. Í vetur ætlum við svo að bæta við úrvalið hjá okkur. Þá ætti fólk að geta leigt ísaxir, hjálma og hlýrri svefnpoka.“ Gangleri Outfitters er opin alla daga vikunnar og skipta þeir Óskar og Vaidas vöktunum á milli sín. „Enn sem komið er eru allar líkur á því að annar okkar, eða við báðir, sé í vinnunni. Besta leiðin til að komast pottþétt ekkert út í íslenska náttúru er að opna útivistarverslun um hásumar,“ segir Óskar að lokum.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira