Lífið

Gamlir félagar í bland við nýja

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Silja Hauksdóttir er leikstjóri Ástríðar 2 og Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið.
Silja Hauksdóttir er leikstjóri Ástríðar 2 og Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið.
Eftirvinnslu er nú að ljúka á þáttaröðinni Ástríði 2 sem hefur göngu sína á Stöð 2 í haust.

Fyrsta sería af þáttaröðinni var sýnd árið 2008. Nú, fimm árum síðar, taka Ástríður og félagar hennar upp þráðinn að nýju.

„Gamlir vinir úr fyrri seríu eru allir með ennþá,“ segir Silja Hauksdóttir, leikstjóri Ástríðar, en þar má nefna Ilmi Kristjánsdóttur, Þóri Sæmundsson, Rúnar Frey og Þóru Karítas.

„Nýjir leikarar bætast líka við, en þar ber helst að nefna Björn Hlyn Haraldsson sem kemur til með að hrista upp í hlutunum,“ heldur Silja áfram.

Silja segir Björn Hlyn hafa verið skemmtilega viðbót við hópinn.

„Það var spennandi að fá ferskt kjöt í leikarahópinn,“ segir Silja, létt í bragði.

Aðspurð segir Silja tökurnar á seríunni hafa verið hin besta skemmtun.

„Þetta var alveg æðislega skemmtilegt,“ segir Silja.

Aðspurð sagði Silja ekkert hafa farið stórkostlega úrskeiðis við tökur á myndinni.

„Jú, við brutum nokkrar rúður og einhverjar mubblur, en þetta kemur bara allt í ljós með haustinu,“ segir Silja að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×