Lífið

Hættur að halda tónleika í Flórída

Ólöf Skaftadóttir skrifar
vill knýja fram breytingar Stevie Wonder segist hættur að spila á þeim stöðum þar sem lög sem heimila vopnanotkun. Fréttablaðið/AFP
vill knýja fram breytingar Stevie Wonder segist hættur að spila á þeim stöðum þar sem lög sem heimila vopnanotkun. Fréttablaðið/AFP
Stevie Wonder lýsti því yfir á tónleikum í Quebec í Kanada fyrr í vikunni að hann myndi ekki spila aftur í Flórída fyrr en lög sem fjalla um að þú megir beita ofbeldi ef þér er ógnað yrðu felld úr gildi.

Notkun vopna gegn ókunnum gestum er leyfileg í Flórída og fleiri fylkjum í Bandaríkjunum.

Stevie Wonder lætur sig þessi mál varða í kjölfar mjög umdeilds dóms sem féll í hinu svokallaða Zimmerman-máli.

George Zimmerman var sakaður um að hafa myrt Trayvon Martin. Talið var að um hatursglæp hefði verið að ræða, en hinn sautján ára gamli Martin var blökkumaður.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar.

Zimmerman var sakaður um að hafa myrt drenginn á hrottafenginn hátt í Stanford í Flórída á síðasta ári, en drengurinn var óvopnaður.

Lögmaður Zimmermans hélt því aftur á móti fram að hann hefði skotið Martin í sjálfsvörn.

Niðurstaða kviðdóms var að Zimmerman væri saklaus






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.