Lífið

Tina Turner gengin út

Þau Tina og Erwin hafa verið saman frá árinu 1986.
Þau Tina og Erwin hafa verið saman frá árinu 1986. getty/nordicphotos
Söngdívan Tina Turner giftist þýska plötuútgefandanum Erwin Bach í síðustu viku en parið hefur verið saman frá árinu 1986. Parið gifti sig við lokaða athöfn í Sviss en samkvæmt erlendu pressunni hafa Tina og Erwin boðað til stórrar veislu nú um helgina.

Þetta er í annað sinn sem Tina gengur í hnapphelduna en árið 1962 giftist hún söngvaranum Ike Turner. Samband þeirra Tinu og Ike var þó allt annað en dans á rósum og þau skildu árið 1978.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.