Lífið

Grýttu snakki í Rihönnu

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Rihanna er ekkert sérlega stundvís söngkona.
Rihanna er ekkert sérlega stundvís söngkona. getty/nordicphotos
Rihanna neyddist til þess að stöðva tónleika sína í Manchester á þriðjudagskvöldið þegar áhorfendur hófu að kasta snakki í hana.

Ástæðan ku vera sú að söngkonan mætti klukkutíma of seint á sviðið og áhorfendur ákváðu því að mótmæla með því að grýta í hana snakki. Rihanna var ekki alls kostar ánægð með uppátækið og stöðvaði alla tónlist í miðju lagi sínu, Rude Boy, og sagði: „Þetta er ekki hægt. Þið eruð gjörsamlega glötuð ef þið ætlið að vera að fleygja rusli hingað upp á svið. Ég sver það, hættið þessu á stundinni. Í alvörunni!“

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rihanna mætir of seint á eigin tónleika en hún hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir óstundvísi á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.