Lífið

Tvífarinn á skítalaunum

Brad Pitt fær eflaust meira en 15.000 krónur á dag fyrir kvikmyndaleik sinn.
Brad Pitt fær eflaust meira en 15.000 krónur á dag fyrir kvikmyndaleik sinn. getty/nordicphotos
Tvífari Brads Pitt í kvikmyndinni World War Z, David Paterson, fékk greiddar rúmar 800 íslenskar krónur á tímann fyrir framlag sitt á tökustað.

Á meðan Brad Pitt fékk greiddar fúlgur fjár fyrir leik sinn í myndinni þénaði tvífarinn einungis tæpar 15.000 krónur fyrir 18 tíma vinnudag.

„Ég þurfti að vera Brad í heilan dag og herma eftir öllu sem hann gerði í tökunum,“ sagði David við dagblaðið Daily News.

„Ég fékk greiddar tæpar 15.000 krónur en þetta snerist samt ekki um peningana. Ég fékk ekki VIP-passa á myndina eða neitt. Ég hef ekki einu sinni séð hana. Ég gekk bara burt af settinu með þessar 15.000 krónur og enga eiginhandaráritun eða neitt,“ sagði hinn hundfúli David.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.