Lífið

Mynd Benedikts heitir Hross í oss

Sara McMahon skrifar
Benedikt Erlingsson hefur lokið við að leikstýra sinni fyrstu mynd.
Benedikt Erlingsson hefur lokið við að leikstýra sinni fyrstu mynd.
Leikarinn Benedikt Erlingsson hefur lokið við að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndin hefur gengið undir nokkrum nöfnum á meðan á tökum stóð en nú hefur endanlegt nafn verið ákveðið.

Myndin heitir Hross í oss og með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon, Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir og Helgi Björnsson, auk annarra. Áætlaður frumsýningardagur er þann 28. ágúst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.