Uglur Heiðdísar slá í gegn 19. júlí 2013 11:00 Heiðdís Helgadóttir arkitekt er þakklát fyrir áhugann. Ugluteikningar vekja athygli og verða innblástur skartgripahönnunar Siggu og Timo í Hafnarfirði. „Ég er ótrúlega glöð og lánsöm að hafa fengið þetta tækifæri nánast upp í hendurnar. Ég setti bara teikningar sem ég var að gera á Facebook og fólk tók svo vel í þetta. Máttur internetsins er ótrúlegur,“ segir Heiðdís Helgadóttir sem er menntuð úr Listaháskólanum með BA-próf í arkitektúr.HeiðdísÁ dögunum ferðaðist Heiðdís til London til að læra meiri tækni í teikningu og segist hafa ákveðið að fara teikninámskeið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og teikna eitthvað annað en uglur. Uglurnar hafi einfaldlega verið áhugamál og óvart orðið vinsælar. Námskeiðið mun hafa verið mjög lærdómsríkt en hún segist hafa lært heilmikla tækni af kennaranum í myndskreytingu frá Central Saint Martins sem fræddi nemendur sína um borgina í leiðinni.„Ég fór á námskeið þar sem við löbbuðum um borgina í rólegheitum og teiknuðum byggingar en ég elska Hafnarfjörð og mig langar svo að teikna litlu fallegu húsin þar. Hús heilla mig enda lærði ég arkitektúr.“ Heiðdís segir að það sé litla vinnu að fá í þessum geira og því sé hún þakklát fyrir þennan mikla áhuga á myndunum. Hún segist þó þurfa að vera öguð og vakna snemma á morgnanna til að byrja að teikna.Víkingur með fjaðraskegg.„Þetta er alveg 300% vinna. Ég þarf eiginlega fleiri klukkustundir í sólarhringnum núna því það er brjálað að gera hjá mér og ég hef ekki undan við að teikna til að anna eftirspurninni. Ég er raunverulega farin að vanrækja vini og vandamenn,“ segir hún hlæjandi. Það er margt í deiglunni en fram undan er meðal annars samstarf við skartgripahönnuðina Siggu og Timo. Þau hafa sýnt áhuga á að fá Heiðdísi til að teikna myndir sem þau nota sem hugsmíðaafl í hönnun sína. „Mér skilst að Sigga hafi séð einhvern pakka inn mynd eftir mig í blómabúð og henni fannst þetta svo nýtt og ferskt. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi tækifæri en þau hafa aldrei áður fengið utanaðkomandi í svona samstarf.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ugluteikningar vekja athygli og verða innblástur skartgripahönnunar Siggu og Timo í Hafnarfirði. „Ég er ótrúlega glöð og lánsöm að hafa fengið þetta tækifæri nánast upp í hendurnar. Ég setti bara teikningar sem ég var að gera á Facebook og fólk tók svo vel í þetta. Máttur internetsins er ótrúlegur,“ segir Heiðdís Helgadóttir sem er menntuð úr Listaháskólanum með BA-próf í arkitektúr.HeiðdísÁ dögunum ferðaðist Heiðdís til London til að læra meiri tækni í teikningu og segist hafa ákveðið að fara teikninámskeið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og teikna eitthvað annað en uglur. Uglurnar hafi einfaldlega verið áhugamál og óvart orðið vinsælar. Námskeiðið mun hafa verið mjög lærdómsríkt en hún segist hafa lært heilmikla tækni af kennaranum í myndskreytingu frá Central Saint Martins sem fræddi nemendur sína um borgina í leiðinni.„Ég fór á námskeið þar sem við löbbuðum um borgina í rólegheitum og teiknuðum byggingar en ég elska Hafnarfjörð og mig langar svo að teikna litlu fallegu húsin þar. Hús heilla mig enda lærði ég arkitektúr.“ Heiðdís segir að það sé litla vinnu að fá í þessum geira og því sé hún þakklát fyrir þennan mikla áhuga á myndunum. Hún segist þó þurfa að vera öguð og vakna snemma á morgnanna til að byrja að teikna.Víkingur með fjaðraskegg.„Þetta er alveg 300% vinna. Ég þarf eiginlega fleiri klukkustundir í sólarhringnum núna því það er brjálað að gera hjá mér og ég hef ekki undan við að teikna til að anna eftirspurninni. Ég er raunverulega farin að vanrækja vini og vandamenn,“ segir hún hlæjandi. Það er margt í deiglunni en fram undan er meðal annars samstarf við skartgripahönnuðina Siggu og Timo. Þau hafa sýnt áhuga á að fá Heiðdísi til að teikna myndir sem þau nota sem hugsmíðaafl í hönnun sína. „Mér skilst að Sigga hafi séð einhvern pakka inn mynd eftir mig í blómabúð og henni fannst þetta svo nýtt og ferskt. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi tækifæri en þau hafa aldrei áður fengið utanaðkomandi í svona samstarf.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira