Lífið

Hárkrítar í öllum regnbogans litum

Marín Manda skrifar
Hildur Kristín Stefánsdóttir, eigandi Neko, krítar Guðrúnu Gígju.
Hildur Kristín Stefánsdóttir, eigandi Neko, krítar Guðrúnu Gígju.
Á sumrin leika börn sér með krítar úti þegar veður leyfir. Nú eru hins vegar komnar krítar fyrir fullorðna sem setja skal í hárið.

Krítarnar eru auðveldar í notkun og fást í mörgum litum. Vefverslunin Nekoshop.is leggur áherslu á litríka og skemmtilega tísku undir áhrifum frá götutísku í Japan.

Hægt er að blanda saman litum og liturinn verður sterkari í blautu hári.
Lengi vel hefur tíðkast að stúlkur séu með litríkar hárkollur en upp á síðkastið hefur það þó færst í aukana að japanskar stelpur vilji leika sér með eigið hár.

Því hafa hárkrítar náð töluverðum vinsældum þar í landi. 

Hárkrítar eru skemmtileg leið til að breyta háralitnum tímabundið og prófa sig áfram.

Neko hefur nú hafið sölu á svokölluðum mungyo-krítum en þær eru eingöngu ætlaðar fyrir hárið og eru því ekki eins og götukrítar sem krakkar leika sér með. 

Krítarnar koma frá Kóreu og fást í fjórum mismunandi litasettum en í hverjum pakka eru sex litir. 

Ásgerður Snævarr með bláa hárkrít.
Aðferð við að nota hárkrítarnar



- Ljóst hár skal vera þurrt og greitt.

- Svo er einn lokkur tekinn fyrir sig og hann krítaður niður á við með krítunum. 

- Sé um dökkt hár að ræða er nauðsynlegt að bleyta hvern lokk til að liturinn verði dekkri og sjáist betur.

- Þá er gott að nota spreybrúsa og spreyja lokkinn létt áður en krítin er sett í. 

- Best er að leyfa hárinu að þorna af sjálfu sér en einnig er hægt að nota hárþurrku. 

- Gott er að annaðhvort slétta eða krulla lokkinn til að festa betur litinn í og loks er hægt að nota hársprey ef vill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.