Óðal feðranna hittir Dalalíf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. júlí 2013 15:00 Þeir Páll Ásgeir og Gísli segjast mjög tengdir andlega, svo tengdir að þeir þurfi ekki að hittast oft í holdinu. Fréttablaðið/Arnþór Bræðurnir Páll Ásgeir og Gísli Ásgeirssynir eru miklir íþrótta- og útivistarmenn. Páll gengur á fjöll bæði einn og sem leiðsögumaður og Gísli hleypur, hjólar, syndir og keppir í þríþraut og járnmanni. Athæfið er þó í hrópandi mótsögn við uppeldið því faðir þeirra sá engan tilgang með hlaupum nema verið væri að elta kind. "Pabbi heldur því statt og stöðugt fram að það sé fullkomlega tilgangslaust að hlaupa nema kind sé á undan manni,“ segir Gísli. „Já,“ grípur Páll fram í, „en það er samt rétt að halda því til haga að þótt faðir okkar hafi verið andvígur íþróttaiðkun þá átti hann mikinn þátt í að vekja áhuga okkar, eða að minnsta kosti minn, á náttúruskoðun og fínni blæbrigðum náttúrunnar.“ Þeir bræður eru aldir upp á Þúfum í Reykjafjarðarhreppi hinum forna við Ísafjarðardjúp og gengu í heimavistarskóla á Reykjanesi. Þar var bæði sundlaug og íþróttahús en hvorki sundkennsla né leikfimi. „Leikfimihúsinu var breytt í smíðastofu,“ útskýrir Gísli. „Enda mun gagnlegra fyrir bændasyni að kunna smíðar en stunda leikfimi.“Óflekkaðir Íþróttaáhuginn kom sem sé hvorki úr foreldrahúsum né í gegnum skólann. Hver var grunnurinn að þessum áhuga? „Við erum aldir upp í afdal sem ekki var í vegasambandi við afganginn af landinu,“ útskýrir Páll. „Við vorum því óflekkaðir af heimsins vélabrögðum og sönn náttúrubörn. Rafmagnið kom ekki fyrr en 1968 þannig að sá heimur sem við ölumst upp í er líkur því sem íslenskar sveitir voru framan af tuttugustu öld.“ „Við erum mótaðir af bóklestri og útvarpshlustun,“ segir Gísli. „Og svo höfðum við ákaflega mikinn tíma til þess að hugsa, sem er mjög dýrmætt. Við vorum úti einfaldlega vegna þess að það var skemmtilegra en að vera inni. Við höfðum alla jörðina til að leika okkur á og gengum lausir. Aldrei varð ég þó var við það að foreldrar okkar hefðu áhuga á að hugir okkar hneigðust til sveitastarfa, þvert á móti, það lá alltaf í loftinu að eftir fermingu færum við að heiman.“ „Þetta var svona Óðal feðranna hittir Dalalíf stemning,“ bætir Páll við. „Annars vegar hin dauðadæmda sveitamenning og hins vegar sú rómantík og kyrrstaða sem er líkari nítjándu öldinni og upphafi þeirrar tuttugustu en því sem við höfum tilhneigingu til að kalla nútíma.“ Gísli fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Ísafirði og útvegaði sér strax vottorð bæði í leikfimi og sundi. „Mér fannst þetta bara svo herfileg tímasóun,“ segir hann. „Við njótum sem sagt bara meðfæddrar lipurðar okkar,“ skýtur Páll inn í. „Og þeirrar mýktar sem liggur í genunum.“ Páll byrjaði líka í Menntaskólanum á Ísafirði en hætti eftir einn vetur. „Ég tók bara bílpróf,“ segir hann. „En það var gott bílpróf. Menn eru að jafnaði skilgreindir út frá þeirri menntun sem þeir hafa aflað sér eftir að skyldunámi lýkur og eina prófið sem ég hef tekið síðan er þetta bílpróf. Þess vegna hef ég líka verið óheftur af þeim takmörkunum sem menntun leggur manni á herðar, hef ekki starfsréttindi í neinu og hef þess vegna getað unnið við það sem mér sýnist.“Út að leika „Menntun getur verið svo mikill klafi,“ segir Gísli. „Fólk neyðist til að binda sig við einhverja eina starfstétt.“ Hann fór nú samt í Kennaraskólann, lauk kennaraprófi og kenndi í tuttugu og tvö ár. Og, þótt það hljómi kannski undarlega, þá var það kennarastarfið sem ýtti honum út í það að hlaupa. „Ég hef alltaf haft gaman að því að leika mér,“ segir hann. „Sérstaklega við börn. Ég uppgötvaði þegar ég fór að kenna hvað það var gaman að fara aftur út og leika sér með krökkunum. Upp úr því fór ég að skokka mér skemmtunar eftir skóla. Fór stuttar vegalengdir til að byrja með en hljóp mitt fyrsta maraþon 1986. Það voru ekki margir að skokka í Hafnarfirði á þessum árum og lengi vel var ég skokkarinn í bænum. Allir vissu hver skokkarinn var en fáir þekktu mig með nafni. Þannig gekk þetta í nokkur ár uns ég fann mér æfingafélaga sem ég fattaði síðar að voru afreksmenn í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Þeir leyfðu mér náðarsamlegast að hlaupa með sér en létu mig jafnframt vita að þeir myndu sko ekki bíða eftir mér. Þannig að í fjóra mánuði sá ég eiginlega aldrei framan í þá. Við þetta blossaði hlaupaáhuginn upp og hæst vil ég meina að frægðarsól mín hafi risið þegar ég varð þriðji á Íslandsmeistaramótinu í maraþoni "89. Svo hefur þetta bara undið upp á sig smám saman. Hef hlaupið um fjörutíu maraþon og Laugaveginn tíu sinnum, eignaðist síðan hjól og fór að æfa fyrir þríþraut. Járnmaðurinn er svo erfiðasta greinin í þríþraut og þar hef ég þrisvar tekið þátt að fullu en oft farið í hálfan járnmann, sem þykir alveg þokkalegt.“ Hvað með þig Páll? Hvernig byrjaði fjallaflandrið hjá þér? „Þótt ég hafi alltaf haft mikinn áhuga á gönguferðum og náttúruskoðun þá finnst mér eftir á að hyggja að það hafi orðið ákveðin þáttaskil 1983 þegar ég fór í ferðalag norður á Hornstrandir,“ segir Páll. „Síðan hef ég stundað þetta. Fyrst gerði ég mér þetta að lifibrauði með því að skrifa leiðsögubækur, sú fyrsta kom út "94 og þær hafa orðið nokkrar síðan, en síðustu átta til tíu árin hef ég fengist í vaxandi mæli við leiðsögn. Í fjögur ár hef ég svo stjórnað verkefni fyrir Ferðafélag Íslands sem heitir Eitt fjall á viku auk þess að stunda margvíslega aðra leiðsögn fyrir F.Í. Enda sit ég þar í stjórn og reyni að gera mig breiðan eftir því sem færi gefst.“Í kjörþyngd með kúlurass Þeir bræður geta flokkast sem frumkvöðlar í sínum íþróttagreinum, en nú er þetta orðið nokkurs konar tískubylgja og enginn maður með mönnum nema vera hlaupandi á fjöll í tíma og ótíma. Kunna þeir einhverja skýringu á þessari hjarðhegðun varðandi útivist? „Það er einhver frumstæð þörf sem rekur fólk til að vera úti,“ segir Páll. „Eitthvað í þessu manngerða umhverfi er ófullnægjandi og ég hallast að því að maðurinn verði ekki alveg heill fyrr en hann er kominn út í náttúruna þar sem hann á heima. Það er ekki endilega keppnisskap eða löngun til að vera í góðu formi eða að fá kúlurass sem rekur fólk af stað heldur djúpstæðari löngun. Mjög margir hefja þátttöku í útivist og reglulegri hreyfingu þegar þeir lokið því verkefni að ala upp börnin og eru komnir á miðjan aldur. Því fylgir sjálfkrafa löngun til að berjast gegn hrörnunareinkennum sem þá fara að gera vart við sig þannig að sumpart er þátttaka í allri reglulegri hreyfingu líka löngunin til að halda í heilbrigði og æsku. Þar spilar auðvitað inn í útlits- og æskudýrkun í samfélaginu en það eru nokkrir þættir sem útivist og fjallgöngur hafa sem ekki er að finna í annarri líkamsrækt. Fyrst og fremst auðvitað útiveran, sem verður aldrei líkt eftir í líkamsræktarsölum.“ „Það er oft sagt að íþróttir séu leikir fullorðna fólksins,“ bætir Gísli við. „Maður hættir ekki að leika sér þótt maður verði gamall en maður verður gamall þegar maður hættir að leika sér, eins og sagt er. Þess vegna skiptir miklu máli að líkamsrækt sé skemmtileg og á meðan hún er það sækjum við í hana.“ „Það vilja allir vera í góðu formi,“ segir Páll. „Ef þess er nokkur kostur þá vilja allir vera í kjörþyngd með kúlurass.“ En er það ekki bara ímynd sem búið er að troða upp á fólk? „Jú jú, við erum öll fórnarlömb fyrirmynda. Partur af þessu er líka sú löngun að taka sem ríkastan þátt í samfélaginu. Þegar svona bylgjur rísa og einhverjar hópíþróttir verða mjög vinsælar þá koma margir sem hafa fram að því ekki fengist við slíkt. En af hverjum hundrað sem hefja fjallgöngur eða hlaup eða kaupa sér líkamsræktarkort myndi ég giska á að um það bil tíu til fimmtán ánetjuðust fyrir lífstíð og gerðu viðkomandi athæfi að lífsstíl.“Prestablóðið Bræðurnir eru óskaplega sannfærandi í boðun sinni á gleðinni sem fylgir útivist og líkamsrækt undir beru lofti. Raunar svo sannfærandi að það minnir helst á trúboð. Eru þeir af prestaættum? „Við erum, hvor með sínum hætti, að frelsa fólk til betri lífsstíls,“ segir Gísli. „Hjálpa því að losna úr viðjum flöguáts og sjónvarpsgláps og breyta því úr sófakartöflum í fjaðurmagnaðar hindir.“ Páll stekkur á fætur við spurninguna, nær í hnausþykka Biblíu í bókaskápinn og skellir henni á borðið. „Þetta er starfsbiblía Páls Ólafssonar prests í Vatnsfirði sem var langafi okkar. Það sem stundum er kallað prestablóðið er mjög ríkt í eðli okkar og löngunin til að breiða út fagnaðarerindið er í genunum.“ Þið segið gjarnan „við“. Eruð þið mjög nánir? „Andlega, já, en við hittumst ekki mjög oft í holdinu,“ segir Páll. „Við þurfum ekki að hittast oft,“ segir Gísli. „Við tölum nánast daglega saman í síma.“ „Við vorum auðvitað mjög samrýmdir sem börn,“ segir Páll. „En mest af fullorðinsárunum höfum við búið hvor í sínu sveitarfélagi.“ Og ætlið þið að halda áfram að hlaupa og ganga á fjöll fram í andlátið? „Já, ég sé engin rök fyrir því að breyta lífstíl mínum þótt ég eldist,“ segir Páll. „Maður þarf bara að fara sér aðeins hægar.“ „Það er þetta með meðalhófið,“ segir Gísli. „Ef maður kann sér hóf þá sé ég prívat og persónulega ekkert því til fyrirstöðu að halda þessu áfram þangað til ég dett niður dauður.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Bræðurnir Páll Ásgeir og Gísli Ásgeirssynir eru miklir íþrótta- og útivistarmenn. Páll gengur á fjöll bæði einn og sem leiðsögumaður og Gísli hleypur, hjólar, syndir og keppir í þríþraut og járnmanni. Athæfið er þó í hrópandi mótsögn við uppeldið því faðir þeirra sá engan tilgang með hlaupum nema verið væri að elta kind. "Pabbi heldur því statt og stöðugt fram að það sé fullkomlega tilgangslaust að hlaupa nema kind sé á undan manni,“ segir Gísli. „Já,“ grípur Páll fram í, „en það er samt rétt að halda því til haga að þótt faðir okkar hafi verið andvígur íþróttaiðkun þá átti hann mikinn þátt í að vekja áhuga okkar, eða að minnsta kosti minn, á náttúruskoðun og fínni blæbrigðum náttúrunnar.“ Þeir bræður eru aldir upp á Þúfum í Reykjafjarðarhreppi hinum forna við Ísafjarðardjúp og gengu í heimavistarskóla á Reykjanesi. Þar var bæði sundlaug og íþróttahús en hvorki sundkennsla né leikfimi. „Leikfimihúsinu var breytt í smíðastofu,“ útskýrir Gísli. „Enda mun gagnlegra fyrir bændasyni að kunna smíðar en stunda leikfimi.“Óflekkaðir Íþróttaáhuginn kom sem sé hvorki úr foreldrahúsum né í gegnum skólann. Hver var grunnurinn að þessum áhuga? „Við erum aldir upp í afdal sem ekki var í vegasambandi við afganginn af landinu,“ útskýrir Páll. „Við vorum því óflekkaðir af heimsins vélabrögðum og sönn náttúrubörn. Rafmagnið kom ekki fyrr en 1968 þannig að sá heimur sem við ölumst upp í er líkur því sem íslenskar sveitir voru framan af tuttugustu öld.“ „Við erum mótaðir af bóklestri og útvarpshlustun,“ segir Gísli. „Og svo höfðum við ákaflega mikinn tíma til þess að hugsa, sem er mjög dýrmætt. Við vorum úti einfaldlega vegna þess að það var skemmtilegra en að vera inni. Við höfðum alla jörðina til að leika okkur á og gengum lausir. Aldrei varð ég þó var við það að foreldrar okkar hefðu áhuga á að hugir okkar hneigðust til sveitastarfa, þvert á móti, það lá alltaf í loftinu að eftir fermingu færum við að heiman.“ „Þetta var svona Óðal feðranna hittir Dalalíf stemning,“ bætir Páll við. „Annars vegar hin dauðadæmda sveitamenning og hins vegar sú rómantík og kyrrstaða sem er líkari nítjándu öldinni og upphafi þeirrar tuttugustu en því sem við höfum tilhneigingu til að kalla nútíma.“ Gísli fór eftir skyldunám í Menntaskólann á Ísafirði og útvegaði sér strax vottorð bæði í leikfimi og sundi. „Mér fannst þetta bara svo herfileg tímasóun,“ segir hann. „Við njótum sem sagt bara meðfæddrar lipurðar okkar,“ skýtur Páll inn í. „Og þeirrar mýktar sem liggur í genunum.“ Páll byrjaði líka í Menntaskólanum á Ísafirði en hætti eftir einn vetur. „Ég tók bara bílpróf,“ segir hann. „En það var gott bílpróf. Menn eru að jafnaði skilgreindir út frá þeirri menntun sem þeir hafa aflað sér eftir að skyldunámi lýkur og eina prófið sem ég hef tekið síðan er þetta bílpróf. Þess vegna hef ég líka verið óheftur af þeim takmörkunum sem menntun leggur manni á herðar, hef ekki starfsréttindi í neinu og hef þess vegna getað unnið við það sem mér sýnist.“Út að leika „Menntun getur verið svo mikill klafi,“ segir Gísli. „Fólk neyðist til að binda sig við einhverja eina starfstétt.“ Hann fór nú samt í Kennaraskólann, lauk kennaraprófi og kenndi í tuttugu og tvö ár. Og, þótt það hljómi kannski undarlega, þá var það kennarastarfið sem ýtti honum út í það að hlaupa. „Ég hef alltaf haft gaman að því að leika mér,“ segir hann. „Sérstaklega við börn. Ég uppgötvaði þegar ég fór að kenna hvað það var gaman að fara aftur út og leika sér með krökkunum. Upp úr því fór ég að skokka mér skemmtunar eftir skóla. Fór stuttar vegalengdir til að byrja með en hljóp mitt fyrsta maraþon 1986. Það voru ekki margir að skokka í Hafnarfirði á þessum árum og lengi vel var ég skokkarinn í bænum. Allir vissu hver skokkarinn var en fáir þekktu mig með nafni. Þannig gekk þetta í nokkur ár uns ég fann mér æfingafélaga sem ég fattaði síðar að voru afreksmenn í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Þeir leyfðu mér náðarsamlegast að hlaupa með sér en létu mig jafnframt vita að þeir myndu sko ekki bíða eftir mér. Þannig að í fjóra mánuði sá ég eiginlega aldrei framan í þá. Við þetta blossaði hlaupaáhuginn upp og hæst vil ég meina að frægðarsól mín hafi risið þegar ég varð þriðji á Íslandsmeistaramótinu í maraþoni "89. Svo hefur þetta bara undið upp á sig smám saman. Hef hlaupið um fjörutíu maraþon og Laugaveginn tíu sinnum, eignaðist síðan hjól og fór að æfa fyrir þríþraut. Járnmaðurinn er svo erfiðasta greinin í þríþraut og þar hef ég þrisvar tekið þátt að fullu en oft farið í hálfan járnmann, sem þykir alveg þokkalegt.“ Hvað með þig Páll? Hvernig byrjaði fjallaflandrið hjá þér? „Þótt ég hafi alltaf haft mikinn áhuga á gönguferðum og náttúruskoðun þá finnst mér eftir á að hyggja að það hafi orðið ákveðin þáttaskil 1983 þegar ég fór í ferðalag norður á Hornstrandir,“ segir Páll. „Síðan hef ég stundað þetta. Fyrst gerði ég mér þetta að lifibrauði með því að skrifa leiðsögubækur, sú fyrsta kom út "94 og þær hafa orðið nokkrar síðan, en síðustu átta til tíu árin hef ég fengist í vaxandi mæli við leiðsögn. Í fjögur ár hef ég svo stjórnað verkefni fyrir Ferðafélag Íslands sem heitir Eitt fjall á viku auk þess að stunda margvíslega aðra leiðsögn fyrir F.Í. Enda sit ég þar í stjórn og reyni að gera mig breiðan eftir því sem færi gefst.“Í kjörþyngd með kúlurass Þeir bræður geta flokkast sem frumkvöðlar í sínum íþróttagreinum, en nú er þetta orðið nokkurs konar tískubylgja og enginn maður með mönnum nema vera hlaupandi á fjöll í tíma og ótíma. Kunna þeir einhverja skýringu á þessari hjarðhegðun varðandi útivist? „Það er einhver frumstæð þörf sem rekur fólk til að vera úti,“ segir Páll. „Eitthvað í þessu manngerða umhverfi er ófullnægjandi og ég hallast að því að maðurinn verði ekki alveg heill fyrr en hann er kominn út í náttúruna þar sem hann á heima. Það er ekki endilega keppnisskap eða löngun til að vera í góðu formi eða að fá kúlurass sem rekur fólk af stað heldur djúpstæðari löngun. Mjög margir hefja þátttöku í útivist og reglulegri hreyfingu þegar þeir lokið því verkefni að ala upp börnin og eru komnir á miðjan aldur. Því fylgir sjálfkrafa löngun til að berjast gegn hrörnunareinkennum sem þá fara að gera vart við sig þannig að sumpart er þátttaka í allri reglulegri hreyfingu líka löngunin til að halda í heilbrigði og æsku. Þar spilar auðvitað inn í útlits- og æskudýrkun í samfélaginu en það eru nokkrir þættir sem útivist og fjallgöngur hafa sem ekki er að finna í annarri líkamsrækt. Fyrst og fremst auðvitað útiveran, sem verður aldrei líkt eftir í líkamsræktarsölum.“ „Það er oft sagt að íþróttir séu leikir fullorðna fólksins,“ bætir Gísli við. „Maður hættir ekki að leika sér þótt maður verði gamall en maður verður gamall þegar maður hættir að leika sér, eins og sagt er. Þess vegna skiptir miklu máli að líkamsrækt sé skemmtileg og á meðan hún er það sækjum við í hana.“ „Það vilja allir vera í góðu formi,“ segir Páll. „Ef þess er nokkur kostur þá vilja allir vera í kjörþyngd með kúlurass.“ En er það ekki bara ímynd sem búið er að troða upp á fólk? „Jú jú, við erum öll fórnarlömb fyrirmynda. Partur af þessu er líka sú löngun að taka sem ríkastan þátt í samfélaginu. Þegar svona bylgjur rísa og einhverjar hópíþróttir verða mjög vinsælar þá koma margir sem hafa fram að því ekki fengist við slíkt. En af hverjum hundrað sem hefja fjallgöngur eða hlaup eða kaupa sér líkamsræktarkort myndi ég giska á að um það bil tíu til fimmtán ánetjuðust fyrir lífstíð og gerðu viðkomandi athæfi að lífsstíl.“Prestablóðið Bræðurnir eru óskaplega sannfærandi í boðun sinni á gleðinni sem fylgir útivist og líkamsrækt undir beru lofti. Raunar svo sannfærandi að það minnir helst á trúboð. Eru þeir af prestaættum? „Við erum, hvor með sínum hætti, að frelsa fólk til betri lífsstíls,“ segir Gísli. „Hjálpa því að losna úr viðjum flöguáts og sjónvarpsgláps og breyta því úr sófakartöflum í fjaðurmagnaðar hindir.“ Páll stekkur á fætur við spurninguna, nær í hnausþykka Biblíu í bókaskápinn og skellir henni á borðið. „Þetta er starfsbiblía Páls Ólafssonar prests í Vatnsfirði sem var langafi okkar. Það sem stundum er kallað prestablóðið er mjög ríkt í eðli okkar og löngunin til að breiða út fagnaðarerindið er í genunum.“ Þið segið gjarnan „við“. Eruð þið mjög nánir? „Andlega, já, en við hittumst ekki mjög oft í holdinu,“ segir Páll. „Við þurfum ekki að hittast oft,“ segir Gísli. „Við tölum nánast daglega saman í síma.“ „Við vorum auðvitað mjög samrýmdir sem börn,“ segir Páll. „En mest af fullorðinsárunum höfum við búið hvor í sínu sveitarfélagi.“ Og ætlið þið að halda áfram að hlaupa og ganga á fjöll fram í andlátið? „Já, ég sé engin rök fyrir því að breyta lífstíl mínum þótt ég eldist,“ segir Páll. „Maður þarf bara að fara sér aðeins hægar.“ „Það er þetta með meðalhófið,“ segir Gísli. „Ef maður kann sér hóf þá sé ég prívat og persónulega ekkert því til fyrirstöðu að halda þessu áfram þangað til ég dett niður dauður.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira