Safna fyrir alvöru sirkustjaldi Hanna Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2013 08:00 Eyrún Ævarsdóttir er meðlimur í Sirkús Íslands sem safnar nú fyrir alvöru sirkústjaldi fyrir hópinn. Mynd/Stefán „Það má segja að það sé hálfgert sirkusæði á Íslandi og við vonum að það endist eitthvað áfram. Ef við ættum sirkustjald gætum við frekar haldið sýningar á landsbyggðinni og tryggt að til verði raunveruleg sirkusframtíð á íslandi,“ segir Eyrún Ævarsdóttir, meðlimur í Sirkus Íslands en hópurinn stendur nú fyrir söfnun fyrir alvöru sirkustjaldi. Sirkus Íslands verið starfandi í sjö ár og telur nú um 25 meðlimi. „Hingað til höfum við aðallega verið að sýna í leikhúsum en nú komum við fram á nýafstaðinni sirkuslistahátíð og fundum hvað þessi tjöld eru æðisleg.“ Það má segja að hópurinn hafi slegið í gegn á áðurnefndri sirkushátíð en hópurinn kom fram á átján sýningum á tíu dögum og var uppselt á allar. Eyrún segir velgengnina hafa komið hópnum skemmtilega á óvart. „Þetta var mjög gaman en við erum auðvitað alvöru hópur. Ég er búin með eitt ár í sirkusskóla í Rotterdam og nú í haust eru tveir Íslendingar í viðbót að koma í skólann. Það eru nokkrir í hópnum sem að starfa eingöngu við að koma fram og metnaður okkar er mikill,“segir Eyrún sem hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. Að sögn Eyrúnar er takmarkið að safna 40.000 evrum eða rúmlega sex milljónum króna. „Þetta er svolítið stór biti fyrir okkur, en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Eyrún að lokum.Hér er hægt er að styrkja sirkusinn. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Það má segja að það sé hálfgert sirkusæði á Íslandi og við vonum að það endist eitthvað áfram. Ef við ættum sirkustjald gætum við frekar haldið sýningar á landsbyggðinni og tryggt að til verði raunveruleg sirkusframtíð á íslandi,“ segir Eyrún Ævarsdóttir, meðlimur í Sirkus Íslands en hópurinn stendur nú fyrir söfnun fyrir alvöru sirkustjaldi. Sirkus Íslands verið starfandi í sjö ár og telur nú um 25 meðlimi. „Hingað til höfum við aðallega verið að sýna í leikhúsum en nú komum við fram á nýafstaðinni sirkuslistahátíð og fundum hvað þessi tjöld eru æðisleg.“ Það má segja að hópurinn hafi slegið í gegn á áðurnefndri sirkushátíð en hópurinn kom fram á átján sýningum á tíu dögum og var uppselt á allar. Eyrún segir velgengnina hafa komið hópnum skemmtilega á óvart. „Þetta var mjög gaman en við erum auðvitað alvöru hópur. Ég er búin með eitt ár í sirkusskóla í Rotterdam og nú í haust eru tveir Íslendingar í viðbót að koma í skólann. Það eru nokkrir í hópnum sem að starfa eingöngu við að koma fram og metnaður okkar er mikill,“segir Eyrún sem hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. Að sögn Eyrúnar er takmarkið að safna 40.000 evrum eða rúmlega sex milljónum króna. „Þetta er svolítið stór biti fyrir okkur, en margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Eyrún að lokum.Hér er hægt er að styrkja sirkusinn.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira