Lífið

Bróðirinn úr Modern Family giftur maður

Leikarinn Jesse Tyler Ferguson úr Modern Family er nú giftur maður.
Leikarinn Jesse Tyler Ferguson úr Modern Family er nú giftur maður.
Leikarinn Jesse Tyler Ferguson úr hinum vinsælu þáttum Modern Family gekk í það heilaga síðastliðinn laugardag.

Ferguson sem leikur lögmanninn Mitchell Pritchet í þáttunum, giftist unnusta sínum til tveggja ára Justin Mikita en Mikita starfar sem lögmaður.

Um 200 gestir voru við athöfnina og má þar meðal annars nefna meðleikara Fergusonar úr þáttunum, Julie Bowen, Ty Burell og Eric Stonestreet en einnig voru stjörnur á borð við Rebeccu Romijn, Isaac Mizrahi, Nigel Barker, Cat Deely og Mary Murphy á staðnum.

Hér fyrir neðan má sjá mynd sem Ferguson birti á Instagram af styttunni á brúðkaupstertunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.