Lífið

Karl hannar kertalínu

Karl Lagerfeld sendir frá sér kertalínu á næstu misserum. Hann segist ekki ætla að setjast í helgan stein þrátt fyrir háan aldur.
Karl Lagerfeld sendir frá sér kertalínu á næstu misserum. Hann segist ekki ætla að setjast í helgan stein þrátt fyrir háan aldur. getty/nordicphotos
Þýski hönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur samið við fyrirtækið Welton London um framleiðslu á kertalínu í sínu nafni. Kertin verða fáanleg víða um Evrópu, Ameríku og í Miðausturlöndum en hinn 79 ára gamli Lagerfeld er yfirhönnuður hjá Chanel.

Hann er þekktur fyrir heldur sérkennilega hegðun en nýverið sagði hann frá því að hann væri ástfanginn af kettinum sínum, Choupette.

Þrátt fyrir háan aldur hefur hönnuðurinn ekki í hyggju á að hætta. „Af hverju ætti ég að hægja á mér? Það er glatað! Ég lifi heilbrigðu líferni. Ég reyki ekki, borða ekki of mikið, drekk ekki og tek engin eiturlyf. Hausinn á mér er rétt skrúfaður á og ég þarf alls ekkert að slaka á.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.