Lífið

Liam neitar að greiða meðlag

Liam Gallagher vill ekki borga meðlag.
Liam Gallagher vill ekki borga meðlag.
Söngvarinn Liam Gallagher feðraði barn utan hjónabands og stendur nú í málaferlum við móður barnsins vegna kröfu hennar um meðlag.

Blaðakonan Liza Ghorbani óskaði ítrekað eftir því að semja við Gallagher um meðlagsfærslur en söngvarinn hefur ekki verið samvinnuþýður. Barnið, sem heitir Gemma, er fimm mánaða gamalt og samkvæmt Page Six á móðir hennar erfitt með að ná endum saman.

„Lögfræðingar Liams buðu Lizu mjög lága upphæð skömmu áður en barnið fæddist. Upphæðin var í engu samræmi við tekjur hans og Liza afþakkaði. Eftir að barnið fæddist hefur Liza ítrekað óskað eftir því að semja um upphæð við Liam. Hann hefur ekki tekið í bón hennar og því fer málið nú fyrir dómstól,“ hafði tímaritið eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.