Lífið

Amanda Bynes svipt sjálfræði

Amanda Bynes ásamt meðleikara sínum Jenny Garth, en þær léku saman í þáttunum What I Like About You.
Amanda Bynes ásamt meðleikara sínum Jenny Garth, en þær léku saman í þáttunum What I Like About You.
Leikkonan Amanda Bynes hefur ekki átt sjö dagana undanfarið undarleg hegðun hennar hefur ýtt undir sögusagnir um að hún eigi við andlega vanheilsu að stríða.



Hún hefur nú verið svipt sjálfræði  og lögð inn á geðdeild í Californiu eftir að hafa kveikt í klæðnaði við heimili eldri konu.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum var Bynes handtekin um klukkan 21.00 á mánudag, þar sem hún stóð í innkeyrslu við heimili konunnar.



Við skýrslutöku hjá lögreglu var tekin sú ákvörðun að sjálfræðisvipta hana og mun hún gangast undir geðmat á næstu dögum.   Lög í Californiu kveða á um að halda megi einstaklingi gegn þeirra eigin vilja í allt að 72 klukkustundir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.