Lífið

Penelope Cruz eignast stúlku

Penelope Cruz og Javier Bardem hafa nú eignast sitt annað barn saman.
Penelope Cruz og Javier Bardem hafa nú eignast sitt annað barn saman. getty/nordicphotos
Penelope Cruz og Javier Bardem eignuðust sitt annað barn í Madrid á mánudaginn en þá kom lítil stúlka í heiminn. Stúlkan fæddist á sama degi og prinsinn í Bretlandi og deila börnin því afmælisdegi.

Stúlkan er annað barn þeirra Cruz og Bardem en fyrir eiga hjónin hinn tveggja ára Leonardo. Parið reynir hvað það getur til þess að halda sér sem mest frá sviðsljósinu.

„Ég vil að sonur minn og börn, ef ég eignast fleiri, vaxi úr grasi í eins mikilli fjarlægð frá sviðsljósinu og mögulegt er,“ sagði Cruz eitt sinn í viðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.