Lífið

Lady Gaga myndaði sig án farða

Lady Gaga birti mynd af sér ómálaðri ásamt skilaboðum til aðdáenda sinna.
Lady Gaga birti mynd af sér ómálaðri ásamt skilaboðum til aðdáenda sinna. Nordicphotos/getty
Lady Gaga birti mynd af sér án alls farða á umræðusíðu aðdáenda hennar, en þeir kalla sig Little Monsters, eða Smáskrímslin. Myndbirtingin á að vekja athygli á væntanlegri plötu söngkonunnar Artpop.

Með myndinni voru skilaboð ætluð aðdáendum hennar: „Artpop er þeir rífa smáskífuna úr blóðugum fingrum mínum. Það er hræðilegt að heimsækja það sem býr undir niðri, sársaukan úr fortíðinni. En það sem ég fann var hrá ástríða. Ég hélt ég væri ónýt að innan, en ég er tilbúin í bardagann. Leyfið tónlistinni að byrja,“ skrifaði söngkonan. Fyrsta smáskífa plötunnar er væntanleg þann 19. ágúst, en platan sjálf kemur út í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.