Lífið

Umdeildur umboðsmaður látinn

John Casablancas stofnandi Elite umboðsskrifstofunnar er látinn. Hann þótti mjög umdeildur.
John Casablancas stofnandi Elite umboðsskrifstofunnar er látinn. Hann þótti mjög umdeildur. Nordicphotos/getty
Viðskiptajöfurinn John Casablancas lést í Ríó de Janeiro á laugardag, sjötugur að aldri. Casablancas var stofnandi Elite umboðsskrifstofunnar og hafði mikil ítök í tískuheiminum.

John Casablancas fæddist í New York árið 1942 en sótti menntun sína til Sviss. Hann stofnaði Elite umboðsskrifstofuna árið 1971 og frá stofnun hennar hafa margar af þekktustu fyrirsætum heims verið á samningi hjá stofunni, þar á meðal má nefna Cindy Crawford, Naomi Campbell, Carol Alt, Linda Evangelista, Claudia Schiffer, Andie MacDowell, Kim Alexis, Paulina Porizkova, Iman, Heidi Klum og Gisele Bündchen.

Casablancas var þó nokkuð umdeildur og var þekktur fyrir að eiga í ástarsamböndum við fyrirsætur, margar hverjar voru undir aldri. Samband hans og hinnar fimmtán ára gömlu fyrirsætu Stephanie Seymour vakti mikla athygli enda var stúlkan ólögráða og Casablancas þá 41 árs gamall og kvæntur fyrirsætunni Jeanette Christiansen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.