Lífið

Kanye fær uppeldisráð frá Jay-Z

Þeir Jay-Z og Kanye West eru miklir félagar. Jay-Z gefur nú hinum nýbaka föður hin ýmsu ráð.
Þeir Jay-Z og Kanye West eru miklir félagar. Jay-Z gefur nú hinum nýbaka föður hin ýmsu ráð. getty/nordicphotos
Jay-Z er að sögn slúðurmiðlanna vestanhafs duglegur við að gefa hinum nýbaka föður, Kanye West, uppeldisráð.

Jay-Z eignaðist dótturina Blue Ivy með söngdívunni Beyoncé fyrir einu og hálfu ári en hann ráðleggur vini sínum West að halda kúlinu á meðal almennings og einbeita sér að föðurhlutverkinu. Kanye og Kim Kardashian eignuðust dótturina North West í júní.

„Jay hefur verið að fara í gegnum það hvernig það er best að haga sér á almannafæri. Hann sagði Kanye að það væri best að einbeita sér ekki að því sem er að gerast í kringum hann og þess í stað njóta þess sem hann hefur,“ sagði heimildarmaður við dagblaðið Daily Star.

Þetta kemur í kjölfar atviks sem átti sér stað í síðustu viku þegar Kanye lenti í stóru rifrildi við ljósmyndara á LAX flugvellinum. Ljósmyndarinn lét einhver ummæli falla sem urðu til þess að rapparinn réðist að honum og reyndi að slá hann.

Kanye á að hafa leitað til Jay-Z eftir atvikið og beðið hann um að hjálpa sér að haga sér betur á almannafæri. „Kanye verður svo reiður og pirraður yfir allri athyglinni. Enginn skilur betur en Jay-Z hvernig það er að vera í sviðsljósinu allan sólarhringinn,“ bætti heimildarmaðurinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.