Bíó og sjónvarp

Mike Myers leikstýrir sinni fyrstu mynd

Myers og Gordon kynntust í kringum Wayne‘s World.
Myers og Gordon kynntust í kringum Wayne‘s World. Nordicphotos/getty
Mike Myers mun þreyta frumraun sína sem leikstjóri með heimildarmyndinni Supermensch. Myndin mun fjalla um líf og starf umboðsmannsins Shep Gordon og verður framleidd í samstarfi við fyrirtækið A&E IndieFilms.

Gordon hóf störf sem umboðsmaður hinnar þá nýstofnuðu hljómsveitar Alice Cooper og átti stóran þátt í að skapa ímynd sveitarinnar. Síðar var hann með Blondie og Luther Vandross á sínum snærum og um hríð var hann kvæntur leikkonunni Sharon Stone.

Frasinn „celebrity chef“, eða stjörnu kokkur, er jafnframt sagður frá Gordon kominn, en hann var umboðsmaður fjölda kokka.

Myers og Gordon kynntust er Myers vann að gerð kvikmyndarinnar Wayne‘s World og hafa verið vinir allar götur síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.