Lífið

Flytur frá London til Los Angeles

Gwyneth Paltrow og Chris Martin ætla að flytja til Los Angeles.
Gwyneth Paltrow og Chris Martin ætla að flytja til Los Angeles. Nordicphotos/getty
Gwyneth Paltrow og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Chris Martin, ætla að flytja með börn sín til Los Angeles í lok sumars. Fjölskyldan hefur búið í London frá fæðingu barnanna.

„Gwyneth elskar London en heimaland hennar eru Bandaríkin. Móðir hennar og bróðir búa í Kaliforníu og hún saknar þeirra mikið. Fjölskyldan áætlar að búa í Los Angeles næstu tvö árin en mun snúa aftur til Englands þegar börnin hafa lokið barnaskóla, Gwyneth finnst breska skólakerfið það besta í heimi,“ hafði The Mail eftir heimildarmanni. Paltrow og Martin eiga saman börnin Apple Blythe Alison, sem er fædd árið 2004, og Moses Bruce Anthony, fæddur árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.