Lífið

Katy Perry elskar Rihönnu

Katy Perry veitti tímaritinu Elle innilegt viðtal.
Katy Perry veitti tímaritinu Elle innilegt viðtal. Nordicphotos/getty
Katy Perry kveðst hafa sent leikkonunni Kristen Stewart smáskilaboð eftir sambandsslit Stewart og Roberts Pattinson. Þetta kemur fram í viðtali sem söngkonan veitti breska Elle.

„Ég sendi henni skilaboð sem í stóð: Ég veit að þú hefur lesið ýmislegt en þú veist að ég mundi aldrei sýna þér óvirðingu. Ég er ekki þannig gerð. Ég er bara vinkona hans og því miður er ég með tvö brjóst,“ sagði söngkonan sem sást ítrekað með Pattinson eftir sambandsslitin. Sjálf er Perry á föstu með söngvaranum John Mayer, en parið hefur verið sundur og saman undanfarið ár. „Hann dró sig í hlé og ég áttaði mig á því að ég gæti misst manneskju sem ég elskaði. Ég varð að takast á við vandamál mín. Maður getur verið sterkur á einu sviði en undirgefinn á öðru.“

Perry ræddi einnig vinasamband sitt og söngkonunnar Rihönnu. „Ég elska hana og í hvert sinn sem ég hitti hana er ég minnt á ljósið sem hún ber í brjósti sér. Það er margt vont í þessum bransa. Ég þekki marga sem leyfa skaðlegu fólki að umkringja sig, því miður er þeim ekki viðbjargandi.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.