Lífið

Listaður númer eitt af þúsund sýningum á Edinborgarhátíðinni

Sara McMahon skrifar
Leiksýningin Blam! hefur slegið í gegn á Edinborgarhátíðinni.
Leiksýningin Blam! hefur slegið í gegn á Edinborgarhátíðinni.
„Þetta er ótrúlega flott. Maður er listaður númer eitt af þúsund sýningum á hátíðinni. Ég átti nú ekki von á þessu og við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Kristján Ingimarsson leikstjóri um gott gengi leiksýningarinnar Blam! á Edinborgarhátíðinni. Hátíðin er ein stærsta og virtasta leiklistarhátíð Evrópu.

Sýningin hefur hlotið fjölda fimm stjörnu dóma frá gagnrýnendum og er talin óvæntasta sýning hátíðarinnar. Alls verður verkið sýnt 24 sinnum á hátíðinni og fer sú síðasta fram í lok mánaðarins.



Kristján Ingimarsson er leikstjóri Blam!
„Svo setjum við upp 31 sýningu í Danmörku og 26 í London, þannig að þetta er stöðug keyrsla út þetta ár og ekkert lát verður á,“ segir leikstjórinn kátur og bætir við: „Maður verður kominn með góðar harðsperrur eftir þennan sprett.“

Blam! var sýnt sex sinnum fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í vor og mun snúa aftur á svið leikhússins í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×