Helvítið hann Hannes Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. ágúst 2013 07:00 Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Á meðan ég beið bökunnar kom maður á mínum aldri inn á staðinn í sömu erindagjörðum. Ég verð að viðurkenna að ég er stútfullur af útlitsfordómum og mér fannst hann asnalegur að sjá. Hann var í hálfvitalegum skóm og með óþolandi hár. Ég veit ekki hvernig böku hann pantaði en ég heyrði hann segja nafnið sitt. Köllum hann Hannes. Þarna stóð ég í nokkrar mínútur með asnalega Hannesi að bíða eftir pitsu þar til síminn hans hringdi. Að sjálfsögðu var hringitónninn hans leiðinlegur og hann brá sér út fyrir til að tala. Líklega við einhvern fábjána. Skömmu síðar kom annar afgreiðslumaður með rjúkandi böku í kassa og spurði mig hvort nafn mitt væri Hannes. Hinn var líklega farinn í kaffipásu. „Nei,“ segi ég og í ljós kom að pöntunin mín hafði misfarist. Ég þurfti því að bíða eilítið lengur og hataði ég Hannes því helmingi meira þegar hann kom aftur inn. Átti ég að segja eitthvað? Þarna stóð hann pollrólegur og hafði ekki hugmynd um að pitsan hans var tilbúin og uppi í hillu. Afgreiðslufólkið gerði sér enga grein fyrir því að þarna væri Hannes mættur. „Nei, fjandakornið, ég get ekki farið að tala við hann,“ hugsaði ég. Plús það, hann átti það eiginlega skilið að bíða eftir kólnandi pitsu fyrir að vera í þessum skóm. Fimm til átta mínútum síðar fékk ég bökuna mína og gekk hröðum skrefum heim á leið. Hannes var enn að bíða. „Gott á hann,“ hugsaði ég og hló inni í mér. Honum var nær að vera með bjánalegt hár og svona stórt barkakýli. Þegar heim var komið tók ég til hnífapör, disk og afþreyingarefni. Allt sem piparsveinn þarf til að matast. Bakan lyktaði dásamlega og ég opnaði kassann. Við blasti skinka, rjómaostur, laukur. Hvað var þetta? Nautahakk? Ég trúði ekki mínum eigin augum, en aðeins meira á karma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun
Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Á meðan ég beið bökunnar kom maður á mínum aldri inn á staðinn í sömu erindagjörðum. Ég verð að viðurkenna að ég er stútfullur af útlitsfordómum og mér fannst hann asnalegur að sjá. Hann var í hálfvitalegum skóm og með óþolandi hár. Ég veit ekki hvernig böku hann pantaði en ég heyrði hann segja nafnið sitt. Köllum hann Hannes. Þarna stóð ég í nokkrar mínútur með asnalega Hannesi að bíða eftir pitsu þar til síminn hans hringdi. Að sjálfsögðu var hringitónninn hans leiðinlegur og hann brá sér út fyrir til að tala. Líklega við einhvern fábjána. Skömmu síðar kom annar afgreiðslumaður með rjúkandi böku í kassa og spurði mig hvort nafn mitt væri Hannes. Hinn var líklega farinn í kaffipásu. „Nei,“ segi ég og í ljós kom að pöntunin mín hafði misfarist. Ég þurfti því að bíða eilítið lengur og hataði ég Hannes því helmingi meira þegar hann kom aftur inn. Átti ég að segja eitthvað? Þarna stóð hann pollrólegur og hafði ekki hugmynd um að pitsan hans var tilbúin og uppi í hillu. Afgreiðslufólkið gerði sér enga grein fyrir því að þarna væri Hannes mættur. „Nei, fjandakornið, ég get ekki farið að tala við hann,“ hugsaði ég. Plús það, hann átti það eiginlega skilið að bíða eftir kólnandi pitsu fyrir að vera í þessum skóm. Fimm til átta mínútum síðar fékk ég bökuna mína og gekk hröðum skrefum heim á leið. Hannes var enn að bíða. „Gott á hann,“ hugsaði ég og hló inni í mér. Honum var nær að vera með bjánalegt hár og svona stórt barkakýli. Þegar heim var komið tók ég til hnífapör, disk og afþreyingarefni. Allt sem piparsveinn þarf til að matast. Bakan lyktaði dásamlega og ég opnaði kassann. Við blasti skinka, rjómaostur, laukur. Hvað var þetta? Nautahakk? Ég trúði ekki mínum eigin augum, en aðeins meira á karma.