Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2013 09:30 Dreifir huganum Alex spilar FIFA og les skólabækurnar til að dreifa huganum fyrir leikinn.Fréttablaðið/Daníel KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira