Gerum gagn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 28. ágúst 2013 06:00 Fyrir tæpum tuttugu og fimm árum var ég við nám í London og tók neðanjarðarlestina daglega til og frá skóla. Eitt og annað bar fyrir augu eins og gengur en mér er minnistætt, og það vakti undrun mína, hversu ófeimnir breskir foreldrar voru að beita börn sín ofbeldi á almannafæri. Þeir víluðu ekkert fyrir sér að löðrunga óvær börn í vitna viðurvist. Þessu fylgdi gjarnan fúkyrðademba: Shut up, you little shit, eða einhver viðlíka mannbætandi hugvekja. Í fyrsta sinn sem ég varð vitni að svona ofbeldisverki varð mér svo um að ég kipptist til í sætinu. Ég hafði aldrei orðið vitni að jafn hróplegu óréttlæti. Að fullorðin manneskja beitti barn ofbeldi að ástæðulausu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eldra grámenni sem sat við hlið mér greip í hönd mína og hvíslaði: „Don't get involved, dear”. Og ég gerði ekkert fremur en aðrir um borð. Sat bara aðgerðarlaus, full meðlíðunar með barninu og viðbjóðs á foreldrinu en engum til gagns. Til allrar hamingju er það fátítt á Íslandi að sjá fullorðna beita börn ofbeldi á almannafæri, enda væri það til mikils ama fyrir allt venjulegt fólk. Slíkar uppákomur gætu jafnvel eyðilagt fyrir okkur daginn. Við þyrftum að burðast með þetta í höfðinu, því svona sýn og jafnvel bara endursögn máist ekki svo auðveldlega úr minninu. Hún gerir sig heimakomna og situr sem fastast.Til háborinnar skammar Við gætum kannski, til að losa um sársaukann og létta á farginu á brjóstinu, hvíslað því sem við hefðum séð að einhverjum sem heyra vildi eða sopið hveljur af fyrirlitningu á athæfinu, öskrað eftir hörðum refsingum í kommentakerfunum en eftir sem áður ekki verið neinum til gagns. Það skyldi samt engum koma á óvart að enn eitt málið komi upp á yfirborðið þar sem um er að ræða ofbeldi á börnum inni á stofnun sem fer með gæslu barna. Þetta virðist fremur hafa verið venja á Íslandi en hitt, og kannski enn við lýði, að ofbeldi gagnvart börnum viðgangist í ýmsum myndum á gæslu- og uppeldisstofnunum. Misindismenn af báðum kynjum hafa eins og sagan sýnir okkur notið verndar trúarleiðtoga, barnaverndarnefnda, skólastjóra, samstarfsfólks, samkennara og því miður jafnvel foreldranna sjálfra sem eru oft svo illa í stakk búnir til að verja réttindi barna sinna. Foreldrar sem leita réttar barna sinna innan skólakerfisins þegar þeim þykir sýnt að á börnum þeirra sé brotið eiga því miður oft í mesta basli við skólayfirvöld til að fá úrlausn mála barna sinna og meðan rannsókn stendur yfir líður barnið fyrir. Foreldrar rekast á ósýnilega veggi þar sem hagsmunir annarra en barnsins eru í fyrirrúmi. Úrtölum er beitt, meintum ofbeldismönnum gefnir sénsar eftir að lofa bót og betrun og í mörgum tilfellum neyðast foreldrar á endanum til að taka barn sitt úr skóla. Allir sjá að þetta verklag er okkur til háborinnar skammar og engum til gagns.Samfélagslegt samþykki Skemmst er að minnast sadistans og barnaníðingsins Margrétar Möller sem starfaði við Landakotsskóla svo áratugum skipti og beitti ein eða í félagsskap við aðra ótölulegan fjölda barna ofbeldi af ýmsu tagi. Að hún væri óhæf til starfa með börnum vissu allir þeir sem eitthvað höfðu haft af henni að segja. Um hana gengu sögur um alla Reykjavík. Í hverju ofbeldið sem Margrét beitti var fólgið var auðvitað ekki á allra vörum, enda í sumum tilfellum um svo hrottalegt ofbeldi að ræða að fórnarlömbin mörg hver treystu sér ekki til að trúa nokkrum lifandi manni fyrir því fyrr en á fullorðinsárum og sum kannski aldrei. Ég fullyrði að þeir sem hafa átt börn í Landakotsskóla, yfirmenn Margrétar og samkennarar, vissu að ekki var allt með felldu eða höfðu haft af því veður. Hvernig hefði annað mátt vera? Undan Margréti var kvartað á hverju einasta ári. Þetta voru ekki einstök dæmi, þetta var endurkveðin vísa ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta fengu börnin sjaldnast að njóta vafans og samfélagslegt samþykki ríkti um það að hylma yfir háttalag hennar áratugum saman, engu barni til gagns. Í framhaldsskýrslu SÞ um ofbeldi gegn börnum um allan heim sem kom út 2011 kemur það fram að samfélagslegt samþykki sem viðhaldi ofbeldi eigi sér þrjár birtingarmyndir í lögum. Í lagabókstöfum sem enn samþykki ofbeldið, sem á ekki við hér á landi, en um hinar birtingarmyndirnar gegnir öðru máli. Það dylst engum að barnaverndarkerfi eru hér ófullnægjandi og ofbeldismönnum er oft og tíðum ekki refsað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Fyrir tæpum tuttugu og fimm árum var ég við nám í London og tók neðanjarðarlestina daglega til og frá skóla. Eitt og annað bar fyrir augu eins og gengur en mér er minnistætt, og það vakti undrun mína, hversu ófeimnir breskir foreldrar voru að beita börn sín ofbeldi á almannafæri. Þeir víluðu ekkert fyrir sér að löðrunga óvær börn í vitna viðurvist. Þessu fylgdi gjarnan fúkyrðademba: Shut up, you little shit, eða einhver viðlíka mannbætandi hugvekja. Í fyrsta sinn sem ég varð vitni að svona ofbeldisverki varð mér svo um að ég kipptist til í sætinu. Ég hafði aldrei orðið vitni að jafn hróplegu óréttlæti. Að fullorðin manneskja beitti barn ofbeldi að ástæðulausu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eldra grámenni sem sat við hlið mér greip í hönd mína og hvíslaði: „Don't get involved, dear”. Og ég gerði ekkert fremur en aðrir um borð. Sat bara aðgerðarlaus, full meðlíðunar með barninu og viðbjóðs á foreldrinu en engum til gagns. Til allrar hamingju er það fátítt á Íslandi að sjá fullorðna beita börn ofbeldi á almannafæri, enda væri það til mikils ama fyrir allt venjulegt fólk. Slíkar uppákomur gætu jafnvel eyðilagt fyrir okkur daginn. Við þyrftum að burðast með þetta í höfðinu, því svona sýn og jafnvel bara endursögn máist ekki svo auðveldlega úr minninu. Hún gerir sig heimakomna og situr sem fastast.Til háborinnar skammar Við gætum kannski, til að losa um sársaukann og létta á farginu á brjóstinu, hvíslað því sem við hefðum séð að einhverjum sem heyra vildi eða sopið hveljur af fyrirlitningu á athæfinu, öskrað eftir hörðum refsingum í kommentakerfunum en eftir sem áður ekki verið neinum til gagns. Það skyldi samt engum koma á óvart að enn eitt málið komi upp á yfirborðið þar sem um er að ræða ofbeldi á börnum inni á stofnun sem fer með gæslu barna. Þetta virðist fremur hafa verið venja á Íslandi en hitt, og kannski enn við lýði, að ofbeldi gagnvart börnum viðgangist í ýmsum myndum á gæslu- og uppeldisstofnunum. Misindismenn af báðum kynjum hafa eins og sagan sýnir okkur notið verndar trúarleiðtoga, barnaverndarnefnda, skólastjóra, samstarfsfólks, samkennara og því miður jafnvel foreldranna sjálfra sem eru oft svo illa í stakk búnir til að verja réttindi barna sinna. Foreldrar sem leita réttar barna sinna innan skólakerfisins þegar þeim þykir sýnt að á börnum þeirra sé brotið eiga því miður oft í mesta basli við skólayfirvöld til að fá úrlausn mála barna sinna og meðan rannsókn stendur yfir líður barnið fyrir. Foreldrar rekast á ósýnilega veggi þar sem hagsmunir annarra en barnsins eru í fyrirrúmi. Úrtölum er beitt, meintum ofbeldismönnum gefnir sénsar eftir að lofa bót og betrun og í mörgum tilfellum neyðast foreldrar á endanum til að taka barn sitt úr skóla. Allir sjá að þetta verklag er okkur til háborinnar skammar og engum til gagns.Samfélagslegt samþykki Skemmst er að minnast sadistans og barnaníðingsins Margrétar Möller sem starfaði við Landakotsskóla svo áratugum skipti og beitti ein eða í félagsskap við aðra ótölulegan fjölda barna ofbeldi af ýmsu tagi. Að hún væri óhæf til starfa með börnum vissu allir þeir sem eitthvað höfðu haft af henni að segja. Um hana gengu sögur um alla Reykjavík. Í hverju ofbeldið sem Margrét beitti var fólgið var auðvitað ekki á allra vörum, enda í sumum tilfellum um svo hrottalegt ofbeldi að ræða að fórnarlömbin mörg hver treystu sér ekki til að trúa nokkrum lifandi manni fyrir því fyrr en á fullorðinsárum og sum kannski aldrei. Ég fullyrði að þeir sem hafa átt börn í Landakotsskóla, yfirmenn Margrétar og samkennarar, vissu að ekki var allt með felldu eða höfðu haft af því veður. Hvernig hefði annað mátt vera? Undan Margréti var kvartað á hverju einasta ári. Þetta voru ekki einstök dæmi, þetta var endurkveðin vísa ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta fengu börnin sjaldnast að njóta vafans og samfélagslegt samþykki ríkti um það að hylma yfir háttalag hennar áratugum saman, engu barni til gagns. Í framhaldsskýrslu SÞ um ofbeldi gegn börnum um allan heim sem kom út 2011 kemur það fram að samfélagslegt samþykki sem viðhaldi ofbeldi eigi sér þrjár birtingarmyndir í lögum. Í lagabókstöfum sem enn samþykki ofbeldið, sem á ekki við hér á landi, en um hinar birtingarmyndirnar gegnir öðru máli. Það dylst engum að barnaverndarkerfi eru hér ófullnægjandi og ofbeldismönnum er oft og tíðum ekki refsað.