Bollakökur með sykurlausri bláberjasultu Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 14:15 María Krista Hreiðarsdóttir. Nú er sultutíðin gengin í garð og því tilvalið að útbúa sultur heima við. María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og deilir hér uppskrift að einfaldri heimatilbúinni sultu sem er sykurlaus þótt ótrúlegt sé. Bláberjasulta 450 gr bláber frosin eða fersk 25 gr Sukrin Melis Funksjonell 40 dropar vanillustevía 1 tsk. xanthan-gum Setjið allt nema xanthan-gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan-gum yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk, 1-3 mínútur. Hellið blöndunni í tvær góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna. Sultan er góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira. Bollakökur með bláberjasultu 4 stór egg 80 ml rjómi 100 gr Sukrin Funksjonell 40 - 45 gr kókoshveiti Funksjonell 8 tsk bláberjasulta heimatilbúin og sykurlaus 1 tsk vanilludropar 1/2 tsk sítrónusafi (valfrjálst) 1/2 tsk Xanthan Gum (valfrjálst) Xanthan Gum er náttúrulegt þykkingarduft sem gerir mikið fyrir glúteinlausan bakstur. Gerir baksturinn þéttari og mýkri undir tönn. Blandið saman eggjum og sukrin og þeytið í ca 5 mín.Bætið rjóma út í ásamt vanilludropum, sítrónusafa og stevíu. Bætið því næst kókoshveitinu og Xanthan Gum út í og leyfið deiginu að standa nokkrar mínútur. Spreyjið um 8-9 muffinsform með Pam og sprautið deiginu ofan í hvert form hálfa leið, setjið eina tsk af sultu í hvert form og fyllið svo nánast formið upp að brún. Bakast í 20-25 mín :) á 170 gráðu heitum ofni á blæstri í næstneðstu rim. Bollakökur Eftirréttir Kökur og tertur Sultur Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Nú er sultutíðin gengin í garð og því tilvalið að útbúa sultur heima við. María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og deilir hér uppskrift að einfaldri heimatilbúinni sultu sem er sykurlaus þótt ótrúlegt sé. Bláberjasulta 450 gr bláber frosin eða fersk 25 gr Sukrin Melis Funksjonell 40 dropar vanillustevía 1 tsk. xanthan-gum Setjið allt nema xanthan-gum í pott, hitið vel þar til berjablandan fer að malla, dreifið svo xanthan-gum yfir og hrærið stöðugt í þar til sultan er hæfilega þykk, 1-3 mínútur. Hellið blöndunni í tvær góðar sultukrukkur og leyfið henni að kólna. Sultan er góð á vöfflur, í bakstur og margt fleira. Bollakökur með bláberjasultu 4 stór egg 80 ml rjómi 100 gr Sukrin Funksjonell 40 - 45 gr kókoshveiti Funksjonell 8 tsk bláberjasulta heimatilbúin og sykurlaus 1 tsk vanilludropar 1/2 tsk sítrónusafi (valfrjálst) 1/2 tsk Xanthan Gum (valfrjálst) Xanthan Gum er náttúrulegt þykkingarduft sem gerir mikið fyrir glúteinlausan bakstur. Gerir baksturinn þéttari og mýkri undir tönn. Blandið saman eggjum og sukrin og þeytið í ca 5 mín.Bætið rjóma út í ásamt vanilludropum, sítrónusafa og stevíu. Bætið því næst kókoshveitinu og Xanthan Gum út í og leyfið deiginu að standa nokkrar mínútur. Spreyjið um 8-9 muffinsform með Pam og sprautið deiginu ofan í hvert form hálfa leið, setjið eina tsk af sultu í hvert form og fyllið svo nánast formið upp að brún. Bakast í 20-25 mín :) á 170 gráðu heitum ofni á blæstri í næstneðstu rim.
Bollakökur Eftirréttir Kökur og tertur Sultur Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið