Lífið

Solestruck hefur hug á að fara í samstarf með Steed Lord

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Lag Steed Lord, Hear Me Now, hljómar á heimasíðu Solestruck en hljómsveitin var einnig að gera samning við stóra bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum.
Lag Steed Lord, Hear Me Now, hljómar á heimasíðu Solestruck en hljómsveitin var einnig að gera samning við stóra bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum.
„Eigendur Solestruck höfðu samband við okkur, sögðust vera aðdáendur Steed Lord og báðu um að fá að nota tónlist okkar á síðunni sinni,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona.

Lagið Hear Me Now með Steed Lord hljómar nú á heimasíðu skóverslunarinnar Solestruck. Síðan er vinsæl meðal skóunnenda víða um heim.



Að sögn Svölu hafa aðstandendur Solestruck hug á að fara í einhvers konar samstarf með Steed Lord. Aðspurð hvaða þýðingu þetta hefur fyrir hljómsveitina segir Svala að það sé alltaf jákvætt þegar tónlistin fær að hljóma á nýjum stöðum.

„Solestruck er mjög vinsæl skóbúð og hefur mikið fylgi á netinu. Tónlistin mun örugglega ná til nýrra hlustenda og það er alltaf jákvætt.“



Það er ýmislegt í farvatninu hjá Steed Lord, en meðlimir sveitarinnar skrifuðu nýverið undir samning við stóra bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum.

„Við vorum að skrifa undir samning við bókunarskrifstofuna Bond og hún mun nú sjá um að bóka okkur á tónleika í Norður- og Suður-Ameríku og í Kanada. Skrifstofan hefur meðal annars Moby og fleiri flotta tónlistarmenn á sínum snærum,“ segir Svala að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.