Vanrækt millistéttarfylgi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. september 2013 07:00 Ríkisstjórnin hefur setið að völdum í rúmlega hundrað daga. Stundum er talað um þann dagafjölda sem tímann sem ríkisstjórnir hafa til að sanna sig og ýta stærstu málum sínum úr vör. Mörgum sem voru bjartsýnir fyrir hönd efnahags- og athafnalífs í upphafi stjórnarsamstarfsins þykir klárlega lítið hafa gerzt á fyrstu hundrað dögunum. Í viðskiptalífinu eru vonbrigði manna augljós. Annar og miklu stærri hópur hefur líka orðið fyrir vonbrigðum – eða bíður alltént eftir efndum á mikilvægum kosningaloforðum. Þetta er hinn stóri hópur millitekjufólks sem kalla má hryggjarstykkið í fylgi stjórnarflokkanna; fólkið sem kaus Framsóknarflokkinn út á loforð um lækkun skulda eða Sjálfstæðisflokkinn út á fyrirheit um lægri skatta. Millistéttin hefur tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu á undanförnum fjórum árum. Síðasta ríkisstjórn lagði áherzlu á að verja kjör þeirra lægst launuðu, með ágætum árangri. Kaupmáttur þess tíunda hluta þjóðarinnar sem lægst launin hafa rýrnaði lítið þrátt fyrir hrunið. Kaupgeta þeirra tíu prósenta sem hæst hafa launin hrundi um tugi prósenta. Þeir máttu við því. Millitekjufólkið hefur hins vegar í mörgum tilvikum orðið fyrir launaskerðingu, auk þess sem vinstristjórnin kom á „tekjujafnandi“ skattkerfi sem refsar fólki fyrir að reyna að bæta sér hana upp. Stór hluti skattahækkana lenti á baki millistéttarinnar, sem átti nógu erfitt fyrir með að ná endum saman. Þetta fólk hefur eins og allir orðið fyrir því að lánin snarhækkuðu við hrun krónunnar, sem skerðir líka ráðstöfunartekjurnar. Millitekjufólkið átti margt einhvern sparnað og hefur reynt að brúa bilið með því að taka út af bankareikningum eða nota séreignarsparnaðinn. Hjá flestum eru þeir sjóðir uppurnir; fólk dregur saman neyzluna og þá hægist líka á hjólum hagkerfisins. Hvað hefur ríkisstjórnin gert á fyrstu hundrað dögunum fyrir þessa kjósendur sína? Hún hefur vissulega lækkað skatta eða tilkynnt um áform þar um; lækkað veiðileyfagjald, hætt við skattahækkun á ferðaþjónustu og boðað að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur. Fyrir þessu öllu eru góð rök, en það hjálpar fjölskyldufólki í millitekjuhópunum ekki neitt. Efndir loforðanna um skuldalækkun, sem eru fyrirferðarmest í stjórnarsáttmálanum, eru enn í þoku. Enginn veit hvenær þær skila sér og útfærslan virðist óljós og flókin, eins og sést til dæmis á deilunum um frumvarp forsætisráðherra, sem felur í sér brot á trúnaði um fjármál fólks svo hægt sé að rétta því hjálparhönd. Sú aðgerð sem stjórnin gæti ráðizt í strax og myndi gagnast millitekjufólki hvað bezt væri afnám hinnar „tekjujafnandi“ þrepaskiptingar tekjuskattsins, sem refsar fólki fyrir að reyna að bjarga sér. Fyrirheit um þá breytingu eru hins vegar loðin í stjórnarsáttmálanum. Ríkisstjórnin er byrjuð að missa tiltrú kjósenda, eins og kannanir sýna. Eigi hún að halda trausti fólksins sem kaus hana þarf millistéttin að sjá einhverjar aðgerðir í sína þágu – á næstu hundrað dögum, fyrst þeir fyrstu hundrað fóru í súginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ríkisstjórnin hefur setið að völdum í rúmlega hundrað daga. Stundum er talað um þann dagafjölda sem tímann sem ríkisstjórnir hafa til að sanna sig og ýta stærstu málum sínum úr vör. Mörgum sem voru bjartsýnir fyrir hönd efnahags- og athafnalífs í upphafi stjórnarsamstarfsins þykir klárlega lítið hafa gerzt á fyrstu hundrað dögunum. Í viðskiptalífinu eru vonbrigði manna augljós. Annar og miklu stærri hópur hefur líka orðið fyrir vonbrigðum – eða bíður alltént eftir efndum á mikilvægum kosningaloforðum. Þetta er hinn stóri hópur millitekjufólks sem kalla má hryggjarstykkið í fylgi stjórnarflokkanna; fólkið sem kaus Framsóknarflokkinn út á loforð um lækkun skulda eða Sjálfstæðisflokkinn út á fyrirheit um lægri skatta. Millistéttin hefur tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu á undanförnum fjórum árum. Síðasta ríkisstjórn lagði áherzlu á að verja kjör þeirra lægst launuðu, með ágætum árangri. Kaupmáttur þess tíunda hluta þjóðarinnar sem lægst launin hafa rýrnaði lítið þrátt fyrir hrunið. Kaupgeta þeirra tíu prósenta sem hæst hafa launin hrundi um tugi prósenta. Þeir máttu við því. Millitekjufólkið hefur hins vegar í mörgum tilvikum orðið fyrir launaskerðingu, auk þess sem vinstristjórnin kom á „tekjujafnandi“ skattkerfi sem refsar fólki fyrir að reyna að bæta sér hana upp. Stór hluti skattahækkana lenti á baki millistéttarinnar, sem átti nógu erfitt fyrir með að ná endum saman. Þetta fólk hefur eins og allir orðið fyrir því að lánin snarhækkuðu við hrun krónunnar, sem skerðir líka ráðstöfunartekjurnar. Millitekjufólkið átti margt einhvern sparnað og hefur reynt að brúa bilið með því að taka út af bankareikningum eða nota séreignarsparnaðinn. Hjá flestum eru þeir sjóðir uppurnir; fólk dregur saman neyzluna og þá hægist líka á hjólum hagkerfisins. Hvað hefur ríkisstjórnin gert á fyrstu hundrað dögunum fyrir þessa kjósendur sína? Hún hefur vissulega lækkað skatta eða tilkynnt um áform þar um; lækkað veiðileyfagjald, hætt við skattahækkun á ferðaþjónustu og boðað að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur. Fyrir þessu öllu eru góð rök, en það hjálpar fjölskyldufólki í millitekjuhópunum ekki neitt. Efndir loforðanna um skuldalækkun, sem eru fyrirferðarmest í stjórnarsáttmálanum, eru enn í þoku. Enginn veit hvenær þær skila sér og útfærslan virðist óljós og flókin, eins og sést til dæmis á deilunum um frumvarp forsætisráðherra, sem felur í sér brot á trúnaði um fjármál fólks svo hægt sé að rétta því hjálparhönd. Sú aðgerð sem stjórnin gæti ráðizt í strax og myndi gagnast millitekjufólki hvað bezt væri afnám hinnar „tekjujafnandi“ þrepaskiptingar tekjuskattsins, sem refsar fólki fyrir að reyna að bjarga sér. Fyrirheit um þá breytingu eru hins vegar loðin í stjórnarsáttmálanum. Ríkisstjórnin er byrjuð að missa tiltrú kjósenda, eins og kannanir sýna. Eigi hún að halda trausti fólksins sem kaus hana þarf millistéttin að sjá einhverjar aðgerðir í sína þágu – á næstu hundrað dögum, fyrst þeir fyrstu hundrað fóru í súginn.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun