Ágætur ofsahagnaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. september 2013 07:00 Þegar fréttir bárust af því í síðustu viku að samanlagður hagnaður endurreistu viðskiptabankanna þriggja á fyrri helmingi ársins næmi tæplega 33 milljörðum króna stóð ekki á hneykslunarandvörpunum og fyrirsögnunum um „ofsahagnað“ bankanna. Og gamalkunnugum röksemdum um að eitthvað af þessum peningum hefði nú frekar átt að verða eftir hjá viðskiptavinunum. Vissulega eru 33 milljarðar miklir peningar. En þegar vel er skoðað er ekkert óeðlilegt við hagnað bankanna; um það voru sérfræðingar í fjármálamörkuðum sem Fréttablaðið ræddi við sammála. Hagnaðartölurnar eru háar, en bankarnir eru líka með stærstu fyrirtækjum á landinu, eigið fé mikið og arðsemin er engan veginn umfram það sem telja má eðlilega ávöxtunarkröfu. Afkoma bankanna markast enn af afleiðingum hrunsins að einhverju leyti og hluti hagnaðarins er til kominn vegna endurmats á eignasöfnum til hækkunar. Það eru góðar fréttir; fleiri viðskiptavinir bankanna geta þá borgað lánin sín til baka en áður var talið. Það er til marks um að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum. Um leið þýðir þetta að bankarnir þurfa að gera betur til lengri tíma litið og lækka hjá sér rekstrarkostnað til að halda viðunandi arðsemi. Í úttektum Bankasýslu ríkisins hefur ítrekað komið fram að þrátt fyrir að bankarnir hafi dregið saman seglin eftir hrun séu þeir of dýrir í rekstri, með of mörg útibú og of margt starfsfólk miðað við banka í nágrannalöndunum. Röksemdina um að bankarnir hefðu átt að skilja meiri peninga eftir hjá viðskiptavinunum og hagnast minna má gjarnan setja í samhengi núverandi eignarhalds á bönkunum. Það eru nefnilega ekki bara vondir útlendir vogunarsjóðir sem græða á íslenzkum almúga. Landsbankinn á mest í samanlögðum hagnaði bankanna á fyrri helmingi ársins, rúma fimmtán milljarða. Stærsti eigandi bankans með nærri 98 prósenta hlut er íslenzkir skattgreiðendur. Það er þeirra hagur að afkoma bankans sé góð. Sama á við um hina bankana og af sömu ástæðu, því að við eigum saman 13 prósent í Arion-banka og fimm prósent í Íslandsbanka. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga íslenzkir skattgreiðendur hlutfallslega meira undir í bönkum en almenningur í nágrannalöndum á borð við Bretland og Holland. Á meðan skattgreiðendur eiga þessa hluti er mikilvægt að rekstur bankanna skili arði. Eigi að fást gott verð fyrir þá við sölu, sem er á dagskrá stjórnvalda, þarf arðsemin líka að vera viðunandi. Sterkt fjármálakerfi er ein af forsendum endurreisnar efnahagslífsins á Íslandi og tiltrúar umheimsins á því. Það er hagur okkar allra að arðsemi bankanna sé viðunandi. Það á reyndar við um öll fyrirtæki; við hljótum fyrir löngu að vera vaxin upp úr því að hneykslast á að atvinnurekstur skili eigendum sínum viðunandi arði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Þegar fréttir bárust af því í síðustu viku að samanlagður hagnaður endurreistu viðskiptabankanna þriggja á fyrri helmingi ársins næmi tæplega 33 milljörðum króna stóð ekki á hneykslunarandvörpunum og fyrirsögnunum um „ofsahagnað“ bankanna. Og gamalkunnugum röksemdum um að eitthvað af þessum peningum hefði nú frekar átt að verða eftir hjá viðskiptavinunum. Vissulega eru 33 milljarðar miklir peningar. En þegar vel er skoðað er ekkert óeðlilegt við hagnað bankanna; um það voru sérfræðingar í fjármálamörkuðum sem Fréttablaðið ræddi við sammála. Hagnaðartölurnar eru háar, en bankarnir eru líka með stærstu fyrirtækjum á landinu, eigið fé mikið og arðsemin er engan veginn umfram það sem telja má eðlilega ávöxtunarkröfu. Afkoma bankanna markast enn af afleiðingum hrunsins að einhverju leyti og hluti hagnaðarins er til kominn vegna endurmats á eignasöfnum til hækkunar. Það eru góðar fréttir; fleiri viðskiptavinir bankanna geta þá borgað lánin sín til baka en áður var talið. Það er til marks um að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum. Um leið þýðir þetta að bankarnir þurfa að gera betur til lengri tíma litið og lækka hjá sér rekstrarkostnað til að halda viðunandi arðsemi. Í úttektum Bankasýslu ríkisins hefur ítrekað komið fram að þrátt fyrir að bankarnir hafi dregið saman seglin eftir hrun séu þeir of dýrir í rekstri, með of mörg útibú og of margt starfsfólk miðað við banka í nágrannalöndunum. Röksemdina um að bankarnir hefðu átt að skilja meiri peninga eftir hjá viðskiptavinunum og hagnast minna má gjarnan setja í samhengi núverandi eignarhalds á bönkunum. Það eru nefnilega ekki bara vondir útlendir vogunarsjóðir sem græða á íslenzkum almúga. Landsbankinn á mest í samanlögðum hagnaði bankanna á fyrri helmingi ársins, rúma fimmtán milljarða. Stærsti eigandi bankans með nærri 98 prósenta hlut er íslenzkir skattgreiðendur. Það er þeirra hagur að afkoma bankans sé góð. Sama á við um hina bankana og af sömu ástæðu, því að við eigum saman 13 prósent í Arion-banka og fimm prósent í Íslandsbanka. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eiga íslenzkir skattgreiðendur hlutfallslega meira undir í bönkum en almenningur í nágrannalöndum á borð við Bretland og Holland. Á meðan skattgreiðendur eiga þessa hluti er mikilvægt að rekstur bankanna skili arði. Eigi að fást gott verð fyrir þá við sölu, sem er á dagskrá stjórnvalda, þarf arðsemin líka að vera viðunandi. Sterkt fjármálakerfi er ein af forsendum endurreisnar efnahagslífsins á Íslandi og tiltrúar umheimsins á því. Það er hagur okkar allra að arðsemi bankanna sé viðunandi. Það á reyndar við um öll fyrirtæki; við hljótum fyrir löngu að vera vaxin upp úr því að hneykslast á að atvinnurekstur skili eigendum sínum viðunandi arði.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun