Blær spilar draumkennt popp Freyr Bjarnason skrifar 6. september 2013 09:00 Tríóið Blær frá Garðabæ hefur gefið út sitt annað lag og heitir það Allt. „Það fjallar um það sem þig langar ótrúlega mikið í en þegar þú færð það viltu það alls ekki neitt. Ég samdi það með ákveðið atvik í huga,“ segir söngkonan Ylfa Marín Haraldssdóttir,“ spurð út í nýja lagið. Hljómsveitin var stofnuð í janúar síðastliðnum. Aðspurð segir hún Blæ spila draumkennt popp með alls konar ívafi og stefnum. Auk Ylfu eru í hljómsveitinni þeir Ásgeir Örn Sigurpálsson og Ellert Ólafsson. Öll stunda þau nám við Háskóla Íslands. Fyrsta lagið Carol, leit dagsins ljós í byrjun júní og í síðustu viku vann hljómsveitin keppnina Eflum íslenskt tónlistarlíf sem Stúdíó Hljómur á Seltjarnarnesi stóð fyrir. „Það var ótrúlega skemmtilegt og kom virkilega á óvart,“ segir Ylfa. Fjórar hljómsveitir tóku þátt og í verðlaun var ókeypis hljóðritun á einu lagi. „Það kemur sér mjög vel og við ætlum að taka næsta lag okkar upp þar,“ segir hún um verðlaunin. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tríóið Blær frá Garðabæ hefur gefið út sitt annað lag og heitir það Allt. „Það fjallar um það sem þig langar ótrúlega mikið í en þegar þú færð það viltu það alls ekki neitt. Ég samdi það með ákveðið atvik í huga,“ segir söngkonan Ylfa Marín Haraldssdóttir,“ spurð út í nýja lagið. Hljómsveitin var stofnuð í janúar síðastliðnum. Aðspurð segir hún Blæ spila draumkennt popp með alls konar ívafi og stefnum. Auk Ylfu eru í hljómsveitinni þeir Ásgeir Örn Sigurpálsson og Ellert Ólafsson. Öll stunda þau nám við Háskóla Íslands. Fyrsta lagið Carol, leit dagsins ljós í byrjun júní og í síðustu viku vann hljómsveitin keppnina Eflum íslenskt tónlistarlíf sem Stúdíó Hljómur á Seltjarnarnesi stóð fyrir. „Það var ótrúlega skemmtilegt og kom virkilega á óvart,“ segir Ylfa. Fjórar hljómsveitir tóku þátt og í verðlaun var ókeypis hljóðritun á einu lagi. „Það kemur sér mjög vel og við ætlum að taka næsta lag okkar upp þar,“ segir hún um verðlaunin.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira