Ráðinn í stað fransks Óskarsverðlaunahafa Freyr Bjarnason skrifar 7. september 2013 12:00 Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“ Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira