Áttavitanum fleygt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 12. september 2013 06:00 Uppáhaldssjónvarpsþáttur Margrétar Thatcher heitinnar var hinn frábæri grínþáttur „Já, ráðherra“ og seinna „Já, forsætisráðherra“. Eins og flestir muna gengu þættirnir öðru fremur út á að embættismennirnir sem unnu með ráðherranum Jim Hacker höfðu ávallt aðra skoðun á hlutunum en ráðherrann. Með klókindum réðu embættismennirnir á endanum ferðinni í smáum málum sem stórum. Munurinn á ráðherranum í sjónvarpsþáttunum og borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, er að ráðherrann taldi sig ráða öllu þó að hann réði í raun engu en Jón Gnarr taldi sig frá byrjun ekki þurfa að ráða neinu. Þetta var útgangspunktur Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010. Besti flokkurinn lýsti því yfir að það gæti ekki verið mikið mál að stýra borginni því þar væru valdir fagmenn í hverju rúmi. Og sumir kjósendur hugsuðu, auðvitað, hver þarf stjórnmálamenn, geta embættismenn borgarinnar ekki bara séð um þetta?Stefna um stefnuleysi Eitt það versta í rekstri fyrirtækja og stofnana er stefnuleysi. Ef menn vita ekki hvert þeir vilja fara komast þeir sjaldnast á áfangastað, þrátt fyrir að búa yfir öflugum hópi starfsfólks. Fyrirtæki leggja því mikla áherslu á að marka sér stefnu í rekstri sínum með reglulegu millibili. Jafnframt þarf að tryggja að allir starfsmenn fyrirtækisins viti hver stefnan og markmiðin eru þannig að allir geti unnið sameiginlega að settu marki. Borgarstjóri er æðsti yfirmaður 7.300 starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem er einn stærsti atvinnurekandi landsins. Eitt af aðalverkefnum borgarstjóra er að ákveða hvert skuli halda í stórum málum sem litlum. Stefnuleysi er hins vegar afleiðing hillinga Besta flokksins og Jóns Gnarr um að óþarfi sé fyrir borgarstjóra að ráða ferðinni. Embættismenn og annað fagfólk finnur það á eigin skinni. Fáir vita lengur hver er yfir hverju og flækjustig stjórnsýslunnar hefur aukist til muna við endalausar sameiningar. Engin stefna hefur verið sett fram um forgangsröðun fjármuna. Afleiðingin er að enn eitt árið sker borgin niður og hækkar gjöld á borgarbúa, flatt á alla málaflokka, í stað þess að forgangsraða og ákveða hvaða grunnþjónustu verði að verja. Hofsvallagötumálið þekkja allir. Þar fóru næstum 20 milljónir í furðulega framkvæmd vegna þrengingar götunnar í tilraunaskyni. Þótt meirihlutinn beri þar ábyrgð finnst enginn sem telur sig bera ábyrgð á málinu. Fyrir þremur árum komu fram sláandi upplýsingar um fjölda barna, sérstaklega drengja, sem geta ekki lesið sér til gagns. Enn hefur ekkert markvisst verið gert í því að taka af myndarskap á vanda barna sem eiga við lestrarerfiðleika að etja. Nýjar tölur sýna það svart á hvítu að ástandið hefur ekkert lagast á þessum þremur árum. Sorglegasta dæmið um stefnuleysi varðar málefni barna sem eiga erfitt í skólakerfinu og þurfa sannarlega betri stuðning. Jón Gnarr hefur talað mikið um reynslu sína af því að vera vansælt barn í skólakerfi sem skildi hann ekki. Sú umræða er þörf og reynsla Jóns hefði getað nýst við stefnumótun og ákvarðanatöku til að bæta umhverfi barna, sérstaklega drengja, sem eru í sömu stöðu nú og borgarstjóri var á sínum tíma. Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa hins vegar ekkert gert til þess að bæta vanda þessara barna og segjast skólarnir vera algjört eyland þegar kemur að börnum með erfið geðræn vandamál. Stefnuleysið er algjört.Kosningar snúast um stefnu Dæmin á þessu kjörtímabili minna okkur á að það er ekki hlutverk embættismanna að móta stefnu í málaflokkum heldur að innleiða hana. Það má gagnrýna kjörna stjórnmálamenn fyrir lélega, vanhugsaða, illa útfærða eða ótímabæra stefnu en stjórnmálamenn eru kosnir til að móta stefnuna og bera ábyrgð á henni. Ef þeir leggja ekki línurnar, forgangsraða fjármunum og setja markmið gerir það enginn. Ákvörðun um stefnuleysi er óafsakanlegt fyrirbæri. Slík tilraun er nú í framkvæmd hjá borgarstjórn og niðurstaðan er að „kerfið“ keyrir nokkurn veginn á sjálfstýringu en án áttavita. Umsvif Reykjavíkurborgar eru mikil. Reksturinn er því eins og olíuskip að því leyti að það tekur ansi langan tíma að beygja út af fyrri stefnu og steyta á skeri þótt skipstjórinn hafi brugðið sér frá. Það gerist þó fyrr en síðar. Tilraunaverkefnið misheppnaða á Hofsvallagötu er smámál í þeim samanburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Uppáhaldssjónvarpsþáttur Margrétar Thatcher heitinnar var hinn frábæri grínþáttur „Já, ráðherra“ og seinna „Já, forsætisráðherra“. Eins og flestir muna gengu þættirnir öðru fremur út á að embættismennirnir sem unnu með ráðherranum Jim Hacker höfðu ávallt aðra skoðun á hlutunum en ráðherrann. Með klókindum réðu embættismennirnir á endanum ferðinni í smáum málum sem stórum. Munurinn á ráðherranum í sjónvarpsþáttunum og borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, er að ráðherrann taldi sig ráða öllu þó að hann réði í raun engu en Jón Gnarr taldi sig frá byrjun ekki þurfa að ráða neinu. Þetta var útgangspunktur Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010. Besti flokkurinn lýsti því yfir að það gæti ekki verið mikið mál að stýra borginni því þar væru valdir fagmenn í hverju rúmi. Og sumir kjósendur hugsuðu, auðvitað, hver þarf stjórnmálamenn, geta embættismenn borgarinnar ekki bara séð um þetta?Stefna um stefnuleysi Eitt það versta í rekstri fyrirtækja og stofnana er stefnuleysi. Ef menn vita ekki hvert þeir vilja fara komast þeir sjaldnast á áfangastað, þrátt fyrir að búa yfir öflugum hópi starfsfólks. Fyrirtæki leggja því mikla áherslu á að marka sér stefnu í rekstri sínum með reglulegu millibili. Jafnframt þarf að tryggja að allir starfsmenn fyrirtækisins viti hver stefnan og markmiðin eru þannig að allir geti unnið sameiginlega að settu marki. Borgarstjóri er æðsti yfirmaður 7.300 starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem er einn stærsti atvinnurekandi landsins. Eitt af aðalverkefnum borgarstjóra er að ákveða hvert skuli halda í stórum málum sem litlum. Stefnuleysi er hins vegar afleiðing hillinga Besta flokksins og Jóns Gnarr um að óþarfi sé fyrir borgarstjóra að ráða ferðinni. Embættismenn og annað fagfólk finnur það á eigin skinni. Fáir vita lengur hver er yfir hverju og flækjustig stjórnsýslunnar hefur aukist til muna við endalausar sameiningar. Engin stefna hefur verið sett fram um forgangsröðun fjármuna. Afleiðingin er að enn eitt árið sker borgin niður og hækkar gjöld á borgarbúa, flatt á alla málaflokka, í stað þess að forgangsraða og ákveða hvaða grunnþjónustu verði að verja. Hofsvallagötumálið þekkja allir. Þar fóru næstum 20 milljónir í furðulega framkvæmd vegna þrengingar götunnar í tilraunaskyni. Þótt meirihlutinn beri þar ábyrgð finnst enginn sem telur sig bera ábyrgð á málinu. Fyrir þremur árum komu fram sláandi upplýsingar um fjölda barna, sérstaklega drengja, sem geta ekki lesið sér til gagns. Enn hefur ekkert markvisst verið gert í því að taka af myndarskap á vanda barna sem eiga við lestrarerfiðleika að etja. Nýjar tölur sýna það svart á hvítu að ástandið hefur ekkert lagast á þessum þremur árum. Sorglegasta dæmið um stefnuleysi varðar málefni barna sem eiga erfitt í skólakerfinu og þurfa sannarlega betri stuðning. Jón Gnarr hefur talað mikið um reynslu sína af því að vera vansælt barn í skólakerfi sem skildi hann ekki. Sú umræða er þörf og reynsla Jóns hefði getað nýst við stefnumótun og ákvarðanatöku til að bæta umhverfi barna, sérstaklega drengja, sem eru í sömu stöðu nú og borgarstjóri var á sínum tíma. Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa hins vegar ekkert gert til þess að bæta vanda þessara barna og segjast skólarnir vera algjört eyland þegar kemur að börnum með erfið geðræn vandamál. Stefnuleysið er algjört.Kosningar snúast um stefnu Dæmin á þessu kjörtímabili minna okkur á að það er ekki hlutverk embættismanna að móta stefnu í málaflokkum heldur að innleiða hana. Það má gagnrýna kjörna stjórnmálamenn fyrir lélega, vanhugsaða, illa útfærða eða ótímabæra stefnu en stjórnmálamenn eru kosnir til að móta stefnuna og bera ábyrgð á henni. Ef þeir leggja ekki línurnar, forgangsraða fjármunum og setja markmið gerir það enginn. Ákvörðun um stefnuleysi er óafsakanlegt fyrirbæri. Slík tilraun er nú í framkvæmd hjá borgarstjórn og niðurstaðan er að „kerfið“ keyrir nokkurn veginn á sjálfstýringu en án áttavita. Umsvif Reykjavíkurborgar eru mikil. Reksturinn er því eins og olíuskip að því leyti að það tekur ansi langan tíma að beygja út af fyrri stefnu og steyta á skeri þótt skipstjórinn hafi brugðið sér frá. Það gerist þó fyrr en síðar. Tilraunaverkefnið misheppnaða á Hofsvallagötu er smámál í þeim samanburði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun