Saga yfirþjóns slær í gegn Sara McMahon skrifar 19. september 2013 10:00 Forest Whitaker leikur þjóninn Cecil Gaines. Oprah Winfrey fer með hlutverk eiginkonu hans. Bandaríska kvikmyndin Lee Daniels‘ The Butler verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er lauslega byggð á ævi Eugene Allen, yfirþjóni Hvíta hússins, og er í leikstjórn Lee Daniels, þess sama og leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd Precious. Í myndinni er saga yfirþjónsins Cecil Gaines rakin og hefst myndin árið 2009 þegar Gaines rifjar upp ævidaga sína. Hann hefur frásögnina á æskuárum sínum á bómullarekru í Georgíu þar sem hann og fjölskylda hans bjuggu við mikið harðræði. Á unglingsaldri yfirgefur Gaines býlið og hefur nokkru síðar störf á hóteli í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Árið 1957 hefur hann störf við Hvíta húsið og með dugnaði vinnur hann sig upp í starf yfirþjóns, eða maître d'hôtel. Þann tíma sem Gaines starfar í Hvíta húsinu þjónar hann fjölda forseta og er þögult vitni um marga helstu merkisatburði í sögu Bandaríkjanna.Vinnur aftur með Carey og Kravitz Íslandsvinurinn Forest Whitaker fer með hlutverk Gaines og leikur Oprah Winfrey eiginkonu hans, Gloriu. Með önnur hlutverk fara stórleikarar á borð við Cuba Gooding Jr., Terrence Howard, Alex Pettyfer, Robin Williams, Vanessu Redgrave, Liev Schreiber, Alan Rickman, David Oyelowo, Elijah Kelley og David Banner, auk söngvaranna Lenny Kravitz og Mariuh Carey, en sú síðarnefnda leikur móður Gaines. Kravitz og Carey fóru einnig með hlutverk í Precious frá árinu 2009. Robin Williams leikur Dwight D. Eisenhower í myndinni, en þetta er í annað sinn sem hann bregður sér í hlutverk fyrrverandi forseta. Áður fór hann með hlutverk Teddy Roosevelt í gamanmyndinni Night at the Museum: Battle of the Smithsonian. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á imdb.com var titill myndarinnar málamiðlun, en Warner Bros. Pictures framleiddi stuttmyndina The Butler árið 1916 og voru stjórnendur fyrirtækisins ósáttir við að mynd Daniels bæri sama titil. Því var brugðið á það ráð að skeyta nafni leikstjórans framan við titilinn og því kallast myndin Lee Daniels‘ The Butler. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur og fær hún 73 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes. Vefsíðan Metacritic gefur henni 66 prósent í einkunn.Ungur framamaðurLee Louis Daniels fæddist árið 1959 í borginni Philadelphiu. Hann útskrifaðist úr Radnor High School árið 1978 og stundaði um hríð listnám í Missouri. Honum líkaði háskólanámið illa og hóf þess í stað störf hjá hjúkrunarþjónustu í Kaliforníu. Hann áttaði sig fljótlega á því að hann gæti auðveldlega rekið sams konar þjónustu einn síns liðs og stofnaði eigin hjúkrunarþjónustu. Þegar hann náði 21 árs aldri hafði hann um 5.000 hjúkrunarfræðinga á sínum snærum. Hann seldi þá fyrirtækið og stofnaði umboðsskrifstofu fyrir leikara og framleiðslufyrirtækið Lee Daniels Entertainment. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndin Lee Daniels‘ The Butler verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er lauslega byggð á ævi Eugene Allen, yfirþjóni Hvíta hússins, og er í leikstjórn Lee Daniels, þess sama og leikstýrði hinni vinsælu kvikmynd Precious. Í myndinni er saga yfirþjónsins Cecil Gaines rakin og hefst myndin árið 2009 þegar Gaines rifjar upp ævidaga sína. Hann hefur frásögnina á æskuárum sínum á bómullarekru í Georgíu þar sem hann og fjölskylda hans bjuggu við mikið harðræði. Á unglingsaldri yfirgefur Gaines býlið og hefur nokkru síðar störf á hóteli í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Árið 1957 hefur hann störf við Hvíta húsið og með dugnaði vinnur hann sig upp í starf yfirþjóns, eða maître d'hôtel. Þann tíma sem Gaines starfar í Hvíta húsinu þjónar hann fjölda forseta og er þögult vitni um marga helstu merkisatburði í sögu Bandaríkjanna.Vinnur aftur með Carey og Kravitz Íslandsvinurinn Forest Whitaker fer með hlutverk Gaines og leikur Oprah Winfrey eiginkonu hans, Gloriu. Með önnur hlutverk fara stórleikarar á borð við Cuba Gooding Jr., Terrence Howard, Alex Pettyfer, Robin Williams, Vanessu Redgrave, Liev Schreiber, Alan Rickman, David Oyelowo, Elijah Kelley og David Banner, auk söngvaranna Lenny Kravitz og Mariuh Carey, en sú síðarnefnda leikur móður Gaines. Kravitz og Carey fóru einnig með hlutverk í Precious frá árinu 2009. Robin Williams leikur Dwight D. Eisenhower í myndinni, en þetta er í annað sinn sem hann bregður sér í hlutverk fyrrverandi forseta. Áður fór hann með hlutverk Teddy Roosevelt í gamanmyndinni Night at the Museum: Battle of the Smithsonian. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á imdb.com var titill myndarinnar málamiðlun, en Warner Bros. Pictures framleiddi stuttmyndina The Butler árið 1916 og voru stjórnendur fyrirtækisins ósáttir við að mynd Daniels bæri sama titil. Því var brugðið á það ráð að skeyta nafni leikstjórans framan við titilinn og því kallast myndin Lee Daniels‘ The Butler. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur og fær hún 73 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes. Vefsíðan Metacritic gefur henni 66 prósent í einkunn.Ungur framamaðurLee Louis Daniels fæddist árið 1959 í borginni Philadelphiu. Hann útskrifaðist úr Radnor High School árið 1978 og stundaði um hríð listnám í Missouri. Honum líkaði háskólanámið illa og hóf þess í stað störf hjá hjúkrunarþjónustu í Kaliforníu. Hann áttaði sig fljótlega á því að hann gæti auðveldlega rekið sams konar þjónustu einn síns liðs og stofnaði eigin hjúkrunarþjónustu. Þegar hann náði 21 árs aldri hafði hann um 5.000 hjúkrunarfræðinga á sínum snærum. Hann seldi þá fyrirtækið og stofnaði umboðsskrifstofu fyrir leikara og framleiðslufyrirtækið Lee Daniels Entertainment.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira