Róttækasti óvissuþáttur í heimi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. september 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hét okkur því á dögunum að í undirbúningi væru „róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila“. Þarna er ef eitthvað er tekið enn dýpra í árinni en Framsóknarflokkurinn gerði í kosningabaráttunni. Það væri synd að segja að ríkisstjórnin reyndi að dempa væntingar fólks um peningagjafirnar sem eru í vændum. Samt er málið allt enn þá sveipað óvissu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði á þingi fyrr í vikunni að hann teldi að þeir sem hefðu þegar fengið leiðréttingu á lánum sínum, til dæmis með 110% leiðinni, ættu ekki að fá fulla skuldaleiðréttingu á við aðra. Sem er út af fyrir sig rökrétt ef gæta á einhvers jafnræðis. Það sama hlýtur þá að eiga við um þá sem hafa ekki þurft á 110% leiðinni að halda en samt samið við bankann sinn um höfuðstólslækkun – eða hvað? Það hefur enginn sagt okkur skýrt. Raunar er ótalmargt í óvissu um það hvernig skuldaniðurfellingin verður útfærð. Hún gagnast alveg klárlega ekki öllum heimilum í landinu. Ekki til dæmis þeim sem eiga skuldlaust húsnæði, sem er um það bil þriðjungur fjölskyldna. Ekki heldur þeim sem búa í leiguhúsnæði, sem er ríflega fjórðungur. Og varla þeim sem tóku myntkörfulán og hafa þegar fengið ríflega leiðréttingu sinna mála. Það er stór hópur. Hætt er við að vonbrigðin verði mikil þegar í ljós kemur hversu lítill hópur mun í raun njóta róttækustu aðgerða í öllum heiminum – og að tekjuhæstu hóparnir, sem skuldsettu sig mest, munu að öllum líkindum fá stærstu peningagjafirnar. Þessi partur af málinu er í óvissu. Sama má segja um það hvaða áhrif er líklegt að skuldaniðurfærslan muni hafa. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær og gagnrýndi hversu ógagnsæ umræðan um málið væri. Ein af höfuðástæðum þess væri sú beina tenging sem hefði verið búin til milli uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna og skuldaniðurfærslunnar. Eins og Frosti bendir á er sú tenging óþörf og felur í sér hættu á að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfunum veikist, þar sem fyrir fram er búið að ráðstafa hugsanlegum ávinningi af samningum í hina stórkostlegu skuldaniðurfellingu. Hagfræðingar hafa bent á hættuna á því að skuldaniðurfelling myndi hafa þenslu- og verðbólguhvetjandi áhrif, öfugt við það sem myndi gerast ef ávinningi ríkisins af samningum við kröfuhafa yrði til dæmis varið til að borga niður skuldir ríkissjóðs. Eins og Frosti Ólafsson bendir á liggur ekki fyrir nein almennileg greining af hálfu stjórnvalda á efnahagslegum áhrifum skuldaniðurfellingarinnar. Ítrekuð loforð um róttækustu aðgerðir í heimi, án skýrrar útfærslu og greiningar á afleiðingunum, búa til óvissu sem sízt af öllu er þörf á í íslenzkum þjóðarbúskap við núverandi aðstæður. Það er engin leið að verjast þeirri hugsun að þetta geti orðið stórkostlegasta klúður í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hét okkur því á dögunum að í undirbúningi væru „róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila“. Þarna er ef eitthvað er tekið enn dýpra í árinni en Framsóknarflokkurinn gerði í kosningabaráttunni. Það væri synd að segja að ríkisstjórnin reyndi að dempa væntingar fólks um peningagjafirnar sem eru í vændum. Samt er málið allt enn þá sveipað óvissu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði á þingi fyrr í vikunni að hann teldi að þeir sem hefðu þegar fengið leiðréttingu á lánum sínum, til dæmis með 110% leiðinni, ættu ekki að fá fulla skuldaleiðréttingu á við aðra. Sem er út af fyrir sig rökrétt ef gæta á einhvers jafnræðis. Það sama hlýtur þá að eiga við um þá sem hafa ekki þurft á 110% leiðinni að halda en samt samið við bankann sinn um höfuðstólslækkun – eða hvað? Það hefur enginn sagt okkur skýrt. Raunar er ótalmargt í óvissu um það hvernig skuldaniðurfellingin verður útfærð. Hún gagnast alveg klárlega ekki öllum heimilum í landinu. Ekki til dæmis þeim sem eiga skuldlaust húsnæði, sem er um það bil þriðjungur fjölskyldna. Ekki heldur þeim sem búa í leiguhúsnæði, sem er ríflega fjórðungur. Og varla þeim sem tóku myntkörfulán og hafa þegar fengið ríflega leiðréttingu sinna mála. Það er stór hópur. Hætt er við að vonbrigðin verði mikil þegar í ljós kemur hversu lítill hópur mun í raun njóta róttækustu aðgerða í öllum heiminum – og að tekjuhæstu hóparnir, sem skuldsettu sig mest, munu að öllum líkindum fá stærstu peningagjafirnar. Þessi partur af málinu er í óvissu. Sama má segja um það hvaða áhrif er líklegt að skuldaniðurfærslan muni hafa. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær og gagnrýndi hversu ógagnsæ umræðan um málið væri. Ein af höfuðástæðum þess væri sú beina tenging sem hefði verið búin til milli uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna og skuldaniðurfærslunnar. Eins og Frosti bendir á er sú tenging óþörf og felur í sér hættu á að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfunum veikist, þar sem fyrir fram er búið að ráðstafa hugsanlegum ávinningi af samningum í hina stórkostlegu skuldaniðurfellingu. Hagfræðingar hafa bent á hættuna á því að skuldaniðurfelling myndi hafa þenslu- og verðbólguhvetjandi áhrif, öfugt við það sem myndi gerast ef ávinningi ríkisins af samningum við kröfuhafa yrði til dæmis varið til að borga niður skuldir ríkissjóðs. Eins og Frosti Ólafsson bendir á liggur ekki fyrir nein almennileg greining af hálfu stjórnvalda á efnahagslegum áhrifum skuldaniðurfellingarinnar. Ítrekuð loforð um róttækustu aðgerðir í heimi, án skýrrar útfærslu og greiningar á afleiðingunum, búa til óvissu sem sízt af öllu er þörf á í íslenzkum þjóðarbúskap við núverandi aðstæður. Það er engin leið að verjast þeirri hugsun að þetta geti orðið stórkostlegasta klúður í heimi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun