Elsku mamma mín… Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2013 10:00 Ballið BÆKUR: Ballið, Iréne Némirovsky, Þýðing: Friðrik Rafnsson, JPV-útgáfa Snobb, sókn eftir félagslegri viðurkenningu þeirra sem „fínni“ eru, erfiðleikar móður við að sætta sig við að eiga unglingsdóttur sem gæti stolið athyglinni, yfirborðsmennska, tengslaleysi kynslóðanna og eftirsókn eftir vindi eru meginstefin í nóvellu Irène Némirovsky, Ballinu, sem komin er út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Sagan kom fyrst út 1930 og er að ýmsu leyti barn síns tíma – auðvitað – en stendur þó enn vel fyrir sínu og gæti auðveldlega átt við okkar daga. Némirovsky var nánast óþekkt hérlendis áður en saga hennar Frönsk svíta kom út hér fyrir tveimur árum, en sú bók og ekki síður ævi höfundarins vöktu mikla athygli og komu henni rækilega á kort íslenskra lesenda. Ballið er eldri saga en Frönsk svíta, knappari og hæðnari en skrifuð af sama listfengi og persónurnar jafn sterkar. Í stuttu máli greinir sagan frá hinum nýríku Kampfhjónum sem endilega vilja halda ball fyrir fína fólkið til að sýna ríkidæmi sitt. Tæplega fimmtán ára dóttur þeirra, Antoinette, langar á ballið en móðir hennar harðbannar það með þeim afleiðingum að stúlkan hefnir sín grimmilega. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar en Némirovsky er svo flinkur stílisti með svo næma tilfinningu fyrir núönsunum í mannlegum samskiptum að lesandanum er slétt sama þótt augljóst sé hvert stefnir. Samúð höfundarins er öll með ungu stúlkunni, foreldrarnir eru hálfgerðir karikatúrar af nýríku snobbuðu fólki og aðrar persónur eru í algjöru aukahlutverki. Átökin milli mæðgnanna fara að mestu leyti fram í huga stúlkunnar, móðirin er of sjálfsupptekin og grunn til að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna fyrr en það er um seinan. Stúlkan stendur uppi sem sigurvegari, unga kynslóðin á enn þá séns á því að taka aðra og betri stefnu en foreldrarnir. Þetta efni hefur auðvitað verið ansi oft notað síðan Ballið kom út og allar aðstæður og framvindu þekkir lesandi, sem lesið hefur slíkar sögur og séð slíkar bíómyndir mörgum sinnum, út og inn. Samt sem áður leiðist honum ekki augnablik við lesturinn. Það er alltaf unun að lesa vel skrifaðan texta og þýðing Friðriks Rafnssonar kemur honum til skila með glæsibrag.Niðurstaða: Vel skrifuð og skemmtileg ádeila sem staðist hefur tímans tönn. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
BÆKUR: Ballið, Iréne Némirovsky, Þýðing: Friðrik Rafnsson, JPV-útgáfa Snobb, sókn eftir félagslegri viðurkenningu þeirra sem „fínni“ eru, erfiðleikar móður við að sætta sig við að eiga unglingsdóttur sem gæti stolið athyglinni, yfirborðsmennska, tengslaleysi kynslóðanna og eftirsókn eftir vindi eru meginstefin í nóvellu Irène Némirovsky, Ballinu, sem komin er út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Sagan kom fyrst út 1930 og er að ýmsu leyti barn síns tíma – auðvitað – en stendur þó enn vel fyrir sínu og gæti auðveldlega átt við okkar daga. Némirovsky var nánast óþekkt hérlendis áður en saga hennar Frönsk svíta kom út hér fyrir tveimur árum, en sú bók og ekki síður ævi höfundarins vöktu mikla athygli og komu henni rækilega á kort íslenskra lesenda. Ballið er eldri saga en Frönsk svíta, knappari og hæðnari en skrifuð af sama listfengi og persónurnar jafn sterkar. Í stuttu máli greinir sagan frá hinum nýríku Kampfhjónum sem endilega vilja halda ball fyrir fína fólkið til að sýna ríkidæmi sitt. Tæplega fimmtán ára dóttur þeirra, Antoinette, langar á ballið en móðir hennar harðbannar það með þeim afleiðingum að stúlkan hefnir sín grimmilega. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar en Némirovsky er svo flinkur stílisti með svo næma tilfinningu fyrir núönsunum í mannlegum samskiptum að lesandanum er slétt sama þótt augljóst sé hvert stefnir. Samúð höfundarins er öll með ungu stúlkunni, foreldrarnir eru hálfgerðir karikatúrar af nýríku snobbuðu fólki og aðrar persónur eru í algjöru aukahlutverki. Átökin milli mæðgnanna fara að mestu leyti fram í huga stúlkunnar, móðirin er of sjálfsupptekin og grunn til að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna fyrr en það er um seinan. Stúlkan stendur uppi sem sigurvegari, unga kynslóðin á enn þá séns á því að taka aðra og betri stefnu en foreldrarnir. Þetta efni hefur auðvitað verið ansi oft notað síðan Ballið kom út og allar aðstæður og framvindu þekkir lesandi, sem lesið hefur slíkar sögur og séð slíkar bíómyndir mörgum sinnum, út og inn. Samt sem áður leiðist honum ekki augnablik við lesturinn. Það er alltaf unun að lesa vel skrifaðan texta og þýðing Friðriks Rafnssonar kemur honum til skila með glæsibrag.Niðurstaða: Vel skrifuð og skemmtileg ádeila sem staðist hefur tímans tönn.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira