Kennsla samkvæmt námskrá í Bíó Paradís Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. október 2013 10:00 Oddný Sen mun fræða börn og unglinga í Bíói Paradís. „Ég verð með námskeið fyrir alla grunnskóla landsins, fyrir börn og unglinga en þetta er í fyrsta skipti sem fræðsla samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna fer fram í kvikmyndahúsi,“ segir Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og verkefnastjóri í Bíói Paradís. Tilgangur sýninganna er alhliða kvikmyndafræðsla og kvikmyndalestur. Börn og unglingar fá möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar, hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum. „Ég fékk þessa hugmynd árið 2009, eftir hrunið,“ bætir Oddný við. Fræðslan er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg. Á undan hverri sýningu er stuttur fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt því að útskýra þá fræðilegu hugsun sem er á bak við hverja mynd. Dæmi um myndir sem verða sýndar eru Fílamaðurinn eftir David Lynch, en hann er afmyndaður, settur í sirkus og það dæmdu hann allir fyrirfram. Horft er á þá mynd með tilliti til eineltis og lífsleikni. Einnig verður horft á heimildarmynd um femínísku pönkhljómsveitina Pussy Riot með tilliti til mannréttinda, ritskoðunar og félagslegrar samstöðu. Erfitt verður að koma öllum nemum grunnskólana að. „Fyrstur kemur fyrstur fær, það komast auðvitað ekki allir að en ég vonast til að geta boðið upp á ferðir frá landsbyggðinni.“ bætir Oddný við. Á næstunni mun einnig hefjast fræðsla fyrir framhaldsskóla og leikskóla. Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira
„Ég verð með námskeið fyrir alla grunnskóla landsins, fyrir börn og unglinga en þetta er í fyrsta skipti sem fræðsla samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna fer fram í kvikmyndahúsi,“ segir Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og verkefnastjóri í Bíói Paradís. Tilgangur sýninganna er alhliða kvikmyndafræðsla og kvikmyndalestur. Börn og unglingar fá möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar, hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum. „Ég fékk þessa hugmynd árið 2009, eftir hrunið,“ bætir Oddný við. Fræðslan er meðal annars styrkt af Reykjavíkurborg. Á undan hverri sýningu er stuttur fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt því að útskýra þá fræðilegu hugsun sem er á bak við hverja mynd. Dæmi um myndir sem verða sýndar eru Fílamaðurinn eftir David Lynch, en hann er afmyndaður, settur í sirkus og það dæmdu hann allir fyrirfram. Horft er á þá mynd með tilliti til eineltis og lífsleikni. Einnig verður horft á heimildarmynd um femínísku pönkhljómsveitina Pussy Riot með tilliti til mannréttinda, ritskoðunar og félagslegrar samstöðu. Erfitt verður að koma öllum nemum grunnskólana að. „Fyrstur kemur fyrstur fær, það komast auðvitað ekki allir að en ég vonast til að geta boðið upp á ferðir frá landsbyggðinni.“ bætir Oddný við. Á næstunni mun einnig hefjast fræðsla fyrir framhaldsskóla og leikskóla.
Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Sjá meira