Kæri Sigmundur Davíð Saga Garðarsdóttir skrifar 7. október 2013 07:00 Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu staðreynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin? Ég hef fylgst með þér í svolítinn tíma eða síðan þú varðst ráðherra og finnst þú svo spennandi. Við erum sammála um fátt, umgöngumst ekki sama fólkið og bakgrunnur okkar gæti ekki verið ólíkari. Þú sóttir nám í skipulagsfræðum í erlendum stórskóla en ég lærði afbyggingu í litlum íslenskum listaháskóla. Við syndum auk þess ekki í sömu laug og förum hvort í sinn klefann. Í stuttu máli: okkur greinir á um margt. Ég er því ekki bara að biðja þig um að skrifa mér vegna þess að mig hefur alltaf dreymt um að eiga valdamikinn pennavin heldur er ég viss um að við gætum kennt hvort öðru margt. Við værum svona eins og Cher og Dionne í kvikmyndinni Clueless, færum saman í andlegt ferðalag og lærðum að meta það framandi í stað þess að hárreyta og gera grín að tískuslysum. Hvert bréf yrði líka eins og steinn í þá brú sem þarf að byggja yfir gjána milli þings og þjóðar. Ég heiti því að vera skemmtilegur pennavinur. Heimurinn er fullur af vondum pennavinum, Sigmundur, en ég er ekki einn af þeim. Einu sinni átti ég í löngu bréfasambandi við strák frá Namibíu sem hét Nkiru og sendi honum marga penna og límmiða sem hann bað mig um,auk íslenskra seðla. Ég beið í ofvæni eftir afrískum límmiðum, eða hverju því sem kann að vera gjaldmiðill í þeirri álfu, en það eina sem ég fékk var snjáð mynd af manni sem leit hreint ekki út fyrir að vera 12 ára eða svartur. Þú hefur kannski sagt margt sem þú getur ekki staðið við en aldrei hefur þú gefið mér ádrátt um límmiða. Ég vil, sem fyrsta skref í glæstri vináttu, bjóða fram fylgd mína á Drekasvæðið. Það verður hættuför og þig mun muna um sterka stelpu sem hefur reynslu af svona skepnum en ég er ósigruð í drekabardögum eftir þó sex sýningar af Bróður mínum ljónshjarta í uppsetningu átta ára bekks Landakotsskóla. p.s. Hver er uppáhaldsvinur þinn í ríkistjórninni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun
Ég þekki þig ekki persónulega en tilgangur þessa bréfs er einmitt að breyta þeirri leiðu staðreynd. Ég kem mér bara beint að efninu: Viltu vera opinber pennavinur minn næstu fjögur árin? Ég hef fylgst með þér í svolítinn tíma eða síðan þú varðst ráðherra og finnst þú svo spennandi. Við erum sammála um fátt, umgöngumst ekki sama fólkið og bakgrunnur okkar gæti ekki verið ólíkari. Þú sóttir nám í skipulagsfræðum í erlendum stórskóla en ég lærði afbyggingu í litlum íslenskum listaháskóla. Við syndum auk þess ekki í sömu laug og förum hvort í sinn klefann. Í stuttu máli: okkur greinir á um margt. Ég er því ekki bara að biðja þig um að skrifa mér vegna þess að mig hefur alltaf dreymt um að eiga valdamikinn pennavin heldur er ég viss um að við gætum kennt hvort öðru margt. Við værum svona eins og Cher og Dionne í kvikmyndinni Clueless, færum saman í andlegt ferðalag og lærðum að meta það framandi í stað þess að hárreyta og gera grín að tískuslysum. Hvert bréf yrði líka eins og steinn í þá brú sem þarf að byggja yfir gjána milli þings og þjóðar. Ég heiti því að vera skemmtilegur pennavinur. Heimurinn er fullur af vondum pennavinum, Sigmundur, en ég er ekki einn af þeim. Einu sinni átti ég í löngu bréfasambandi við strák frá Namibíu sem hét Nkiru og sendi honum marga penna og límmiða sem hann bað mig um,auk íslenskra seðla. Ég beið í ofvæni eftir afrískum límmiðum, eða hverju því sem kann að vera gjaldmiðill í þeirri álfu, en það eina sem ég fékk var snjáð mynd af manni sem leit hreint ekki út fyrir að vera 12 ára eða svartur. Þú hefur kannski sagt margt sem þú getur ekki staðið við en aldrei hefur þú gefið mér ádrátt um límmiða. Ég vil, sem fyrsta skref í glæstri vináttu, bjóða fram fylgd mína á Drekasvæðið. Það verður hættuför og þig mun muna um sterka stelpu sem hefur reynslu af svona skepnum en ég er ósigruð í drekabardögum eftir þó sex sýningar af Bróður mínum ljónshjarta í uppsetningu átta ára bekks Landakotsskóla. p.s. Hver er uppáhaldsvinur þinn í ríkistjórninni?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun