Íslenski boltinn

Guðjón mætir Grindavík fyrir dómstólum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson
Árið 2011 var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari Grindvíkinga og gerði þá þriggja ára samning við knattspyrnudeild félagsins.

Guðjón stýrði liðinu í eitt tímabil og féll Grindavík úr Pepsi-deildinni haustið 2012. Guðjóni var gert að hætta með liðið eftir tímabilið þar sem knattspyrnudeild Grindavíkur nýtti sér ákvæði í samningi sínum við Guðjón og var launalið sagt upp frá áramótum 2012-13. Milan Stefán Jankovic var síðan formlega ráðinn þjálfari liðsins þann 16. janúar 2013.

Guðjón Þórðarson hefur nú stefnt knattspyrnudeild Grindavíkur vegna vangoldinna launa og verður málið tekið fyrir þann 15. október í Héraðsdómi Reykjaness.

Íþróttadeildin hefur heimildir fyrir því að þjálfarinn hafi fengið tilboð frá Grindvíkingum eftir að tilkynnt var um ráðningu nýs þjálfara. Tilboðið hafi hljóðað upp á fimmtíu þúsund krónur á mánuði út samninginn en það mun hafa verið mikil launaskerðing sem þjálfarinn vildi ekki sætta sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×