Hjólastígar Stalíns? Pawel Bartoszek skrifar 11. október 2013 06:00 „Vofa kommúnismans?“ skrifar tilvonandi prófkjörsframbjóðandi í Morgunblaðið og vísar þá í skipulagshugmyndir þeirra sem vilja ekki byggja stærri og breiðari vegi í Reykjavík. Jæja, þá er prófkjörsslagurinn kominn þangað. Ef þú vilt ekki byggja mislæg gatnamót sækirðu innblástur í helstefnu. Björn Jón Bragason hefur haft fyrir því að koma sér á framfæri innan Sjálfstæðisflokksins, skrifað greinar í blöð, gefið út kvikmynd, komið sér í nokkrar talsmannastöður og tekið í spaðann á fólki sem máli skiptir. Þetta segi ég raunar af botnlausri virðingu. Stjórnmál snúast um þetta. Það er til fyrirmyndar að menn setji skoðanir sínar fram með skýrum hætti til að aðrir geti tekið afstöðu til þeirra. Það hefur Björn Jón gert og vá, hvað ég er oft ósammála honum. Honum finnst bruðl að eyða 20 milljónum í hjólastíg en sjálfsagt mál að byggja mislæg gatnamót fyrir 11 milljarða. Við erum líka ósammála um bílastæði, göngugötur og fleira. Ég sé til dæmis ekki frjálshyggjuvinkilinn við það að ríkið niðurgreiði flugvöll á besta byggingarlandi borgarinnar í þágu atvinnusköpunar. En nóg um það að sinni. Grípum í greinina: „Skipulagshyggjan er algjör í nútímanum en þrettán af fimmtán borgarfulltrúum Reykvíkinga hafna sjálfkrafa þróun sem byggist á óskum, vonum og þrám borgaranna sjálfra. Þess í stað skal líf borgaranna skipulagt í þaula eftir fastmótuðum kennisetningum. Getur verið að vofa kommúnismans gangi enn ljósum logum?“Hæpið og hart Sé hér um að ræða aðdróttun dulbúna sem spurningu hlýtur sú aðdróttun að teljast ansi gróf. Að halda því fram að þeir sem studdu þessar aðalskipulagstillögur, þar á meðal Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga og Áslaug María, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafi sótt innblástur sinn í kommúnisma, og þörf hans til að skipuleggja líf fólks í þaula, hlýtur að teljast bæði hæpið og hart. Kommúnisminn var óhugnanleg stefna sem kostaði tugmilljónir manna lífið. Eru menn komnir í hóp Leníns, Stalíns, Maós og Pols Pot ef menn vilja gera hjólastíga og færa flugvelli? Elskuðu kommúnistar hjólastíga? Hötuðu þeir flugvelli? Kommúnistar elskuðu breiðar götur, tignarlegar byggingar, hersýningarvæn torg og blokkahverfi í úthverfum. Í Moskvu eru einhverjar breiðustu götur á byggðu bóli. Ceausescu, leiðtogi Rúmeníu, reif niður 30 þúsund manna hverfi til að byggja eitt stærsta hús í Evrópu og fáránlega breiða götu. Margar höfuðborgir í Austur-Evrópu eru svona. Það er ekki þar með sagt að umferðin í öllum þessum borgum sé eitthvað frábær. Hún er það ekki enda verður umferð ekki frábær við það að gerð séu stærri umferðarmannvirki. Því í raun er umferðarvandamálið hagfræðilegt en ekki verkfræðilegt. Allir vilja fá aðgang að vegi á sama tíma og enginn þarf að borga sérstaklega fyrir hann. Þegar verðið er of lágt og eftirspurnin mikil eru biðraðir eina lausnin. En kannski felst ásökunin um kommúnisma ekki í því hvað skal skipulagt heldur að það sé gert yfir höfuð. Fólkið vill keyra og maður vill neyða það til að hjóla og taka strætó. En því miður, ég bara sé það ekki hvernig það að leggja tiltölulega ódýran hjólastíg felur í sér það að vilja „neyða“ fólk til að hjóla en það að nema jarðir og hús eignarnámi til að byggja vegi, brýr og fjölhæða gatnamót sé með einhverju móti „sjálfsprottið skipulag“. Skipulag sem felur ekki í sér neina þvingun. Um það hvort byggja skuli einbýlishús í hlíðum fjalla eða þétta byggð í Vatnsmýri má eflaust deila og hafa jafnvel gaman af. Ekkert er að því að menn blási til sóknar með aðra af þessum meginstefnum í skipulagsmálum að leiðarljósi. Ég verð þó að játa að mér líkar ekkert sérstaklega að vera kenndur við kommúnisma fyrir það að vilja mála hjólareinar á götur í stað þess að byggja hraðbrautir og mislæg gatnamót. En ætli ég jafni mig ekki á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
„Vofa kommúnismans?“ skrifar tilvonandi prófkjörsframbjóðandi í Morgunblaðið og vísar þá í skipulagshugmyndir þeirra sem vilja ekki byggja stærri og breiðari vegi í Reykjavík. Jæja, þá er prófkjörsslagurinn kominn þangað. Ef þú vilt ekki byggja mislæg gatnamót sækirðu innblástur í helstefnu. Björn Jón Bragason hefur haft fyrir því að koma sér á framfæri innan Sjálfstæðisflokksins, skrifað greinar í blöð, gefið út kvikmynd, komið sér í nokkrar talsmannastöður og tekið í spaðann á fólki sem máli skiptir. Þetta segi ég raunar af botnlausri virðingu. Stjórnmál snúast um þetta. Það er til fyrirmyndar að menn setji skoðanir sínar fram með skýrum hætti til að aðrir geti tekið afstöðu til þeirra. Það hefur Björn Jón gert og vá, hvað ég er oft ósammála honum. Honum finnst bruðl að eyða 20 milljónum í hjólastíg en sjálfsagt mál að byggja mislæg gatnamót fyrir 11 milljarða. Við erum líka ósammála um bílastæði, göngugötur og fleira. Ég sé til dæmis ekki frjálshyggjuvinkilinn við það að ríkið niðurgreiði flugvöll á besta byggingarlandi borgarinnar í þágu atvinnusköpunar. En nóg um það að sinni. Grípum í greinina: „Skipulagshyggjan er algjör í nútímanum en þrettán af fimmtán borgarfulltrúum Reykvíkinga hafna sjálfkrafa þróun sem byggist á óskum, vonum og þrám borgaranna sjálfra. Þess í stað skal líf borgaranna skipulagt í þaula eftir fastmótuðum kennisetningum. Getur verið að vofa kommúnismans gangi enn ljósum logum?“Hæpið og hart Sé hér um að ræða aðdróttun dulbúna sem spurningu hlýtur sú aðdróttun að teljast ansi gróf. Að halda því fram að þeir sem studdu þessar aðalskipulagstillögur, þar á meðal Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga og Áslaug María, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafi sótt innblástur sinn í kommúnisma, og þörf hans til að skipuleggja líf fólks í þaula, hlýtur að teljast bæði hæpið og hart. Kommúnisminn var óhugnanleg stefna sem kostaði tugmilljónir manna lífið. Eru menn komnir í hóp Leníns, Stalíns, Maós og Pols Pot ef menn vilja gera hjólastíga og færa flugvelli? Elskuðu kommúnistar hjólastíga? Hötuðu þeir flugvelli? Kommúnistar elskuðu breiðar götur, tignarlegar byggingar, hersýningarvæn torg og blokkahverfi í úthverfum. Í Moskvu eru einhverjar breiðustu götur á byggðu bóli. Ceausescu, leiðtogi Rúmeníu, reif niður 30 þúsund manna hverfi til að byggja eitt stærsta hús í Evrópu og fáránlega breiða götu. Margar höfuðborgir í Austur-Evrópu eru svona. Það er ekki þar með sagt að umferðin í öllum þessum borgum sé eitthvað frábær. Hún er það ekki enda verður umferð ekki frábær við það að gerð séu stærri umferðarmannvirki. Því í raun er umferðarvandamálið hagfræðilegt en ekki verkfræðilegt. Allir vilja fá aðgang að vegi á sama tíma og enginn þarf að borga sérstaklega fyrir hann. Þegar verðið er of lágt og eftirspurnin mikil eru biðraðir eina lausnin. En kannski felst ásökunin um kommúnisma ekki í því hvað skal skipulagt heldur að það sé gert yfir höfuð. Fólkið vill keyra og maður vill neyða það til að hjóla og taka strætó. En því miður, ég bara sé það ekki hvernig það að leggja tiltölulega ódýran hjólastíg felur í sér það að vilja „neyða“ fólk til að hjóla en það að nema jarðir og hús eignarnámi til að byggja vegi, brýr og fjölhæða gatnamót sé með einhverju móti „sjálfsprottið skipulag“. Skipulag sem felur ekki í sér neina þvingun. Um það hvort byggja skuli einbýlishús í hlíðum fjalla eða þétta byggð í Vatnsmýri má eflaust deila og hafa jafnvel gaman af. Ekkert er að því að menn blási til sóknar með aðra af þessum meginstefnum í skipulagsmálum að leiðarljósi. Ég verð þó að játa að mér líkar ekkert sérstaklega að vera kenndur við kommúnisma fyrir það að vilja mála hjólareinar á götur í stað þess að byggja hraðbrautir og mislæg gatnamót. En ætli ég jafni mig ekki á því.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun