Of örlátt kerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. október 2013 06:00 Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku var deilt um fjárhagsaðstoð borgarinnar við þá sem ekki geta framfleytt sér og sínum hjálparlaust. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu þar fram tölur sem birtust í Fréttablaðinu um helgina; um að kostnaður útsvarsgreiðenda í Reykjavík við að hjálpa þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir hefur vaxið gríðarlega. Árið 2008 fóru um 52 þúsund krónur af útsvarsgreiðslum hverrar fjölskyldu í Reykjavík til fjárhagsaðstoðar en nú er sú tala komin í um 130 þúsund, á föstu verðlagi. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bezta flokksins réttlætir þennan gífurlega kostnað með atvinnuástandinu og verðbólguskotinu sem kom í kjölfar hruns krónunnar. Fleiri eru án atvinnu og nauðsynjar hafa hækkað í verði. Sjálfstæðismenn benda hins vegar á að í upphafi kjörtímabilsins hafi verið ákveðið að hækka grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðarinnar mjög ríflega, eða um nærri 20 prósent. Það hafi verið mistök, vegna þess að ráðstöfunartekjur þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð séu nú svo nálægt því sem gerist hjá þeim sem vinna láglaunastörf að fólk sjái sér hreinlega ekki hag í að vinna. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu á laugardaginn. „Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Þótt allir eigi að geta verið sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir, má kerfið ekki verða of örlátt. Ef það er hagstæðara að þiggja fjárhagsaðstoð, atvinnuleysisbætur eða örorkubætur en að vinna erum við augljóslega á rangri leið. Hættan er sú að jafnvel ungt fólk festist í fátæktargildru; sjái ekki tilganginn með því að leita sér að vinnu og sé dæmt til að lifa á kostnað samborgaranna. Í Ríkisútvarpinu var um helgina rætt við Vilborgu Oddsdóttur, umsjónarmann innanlandsaðstoðar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hún benti á að þangað leituðu bótaþegar sem gjarnan væru afkomendur öryrkja og annarra bótaþega. „Við erum að horfa á hópa sem eru af þessari þriðju kynslóð á örorkubótum eða framfærslu félagsþjónustunnar og eru fastir í því horfi. Fólk fer kannski á örorkubætur 24 ára með tvö börn og er bara þar alla sína ævi, það er enginn sem er að virkja þig, það er enginn sem sýnir áhuga á að þú breytir þínu lífi, það finnst mér ógnvænlegt,“ segir Vilborg. Þetta er rétt athugað. Það á ekki að láta það óáreitt að margar kynslóðir festist í þessu sama fari. Lykilorðið hér er að virkja fólk. Ýmislegt hefur verið gert til þess en má enn gera betur. Ungt fólk þarf að sjálfsögðu að skilja að það er ekki sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð; samfélagið á að ætlast til að eitthvað komi á móti og markmiðið á að vera að allir séu í vinnu sem geta unnið. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er með sérkennilegustu afstöðuna í þessu máli. Hann sagði í Fréttablaðinu í gær að væri fjárhagsaðstoðin lægri en raun ber vitni myndu „óprúttnir kapítalistar“ ná að „borga þeim verst settu enn lægri laun“. Samkvæmt þessu væri leiðin til að hækka laun á vinnumarkaði væntanlega að hafa fjárhagsaðstoðina enn ríflegri. Vonandi taka fáir mark á þeirri hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku var deilt um fjárhagsaðstoð borgarinnar við þá sem ekki geta framfleytt sér og sínum hjálparlaust. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu þar fram tölur sem birtust í Fréttablaðinu um helgina; um að kostnaður útsvarsgreiðenda í Reykjavík við að hjálpa þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir hefur vaxið gríðarlega. Árið 2008 fóru um 52 þúsund krónur af útsvarsgreiðslum hverrar fjölskyldu í Reykjavík til fjárhagsaðstoðar en nú er sú tala komin í um 130 þúsund, á föstu verðlagi. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bezta flokksins réttlætir þennan gífurlega kostnað með atvinnuástandinu og verðbólguskotinu sem kom í kjölfar hruns krónunnar. Fleiri eru án atvinnu og nauðsynjar hafa hækkað í verði. Sjálfstæðismenn benda hins vegar á að í upphafi kjörtímabilsins hafi verið ákveðið að hækka grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðarinnar mjög ríflega, eða um nærri 20 prósent. Það hafi verið mistök, vegna þess að ráðstöfunartekjur þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð séu nú svo nálægt því sem gerist hjá þeim sem vinna láglaunastörf að fólk sjái sér hreinlega ekki hag í að vinna. „Maður sér hvert stefnir. Sjötíu prósent þeirra sem fá fjárhagsaðstoð eru undir fertugu,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu á laugardaginn. „Það er ákveðin linkind gagnvart þessu kerfi því fólk þarf ekki að inna af hendi neinar skyldur eða láta eitthvað á móti til samfélagsins til að fá fjárhagsaðstoð.“ Þótt allir eigi að geta verið sammála um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir, má kerfið ekki verða of örlátt. Ef það er hagstæðara að þiggja fjárhagsaðstoð, atvinnuleysisbætur eða örorkubætur en að vinna erum við augljóslega á rangri leið. Hættan er sú að jafnvel ungt fólk festist í fátæktargildru; sjái ekki tilganginn með því að leita sér að vinnu og sé dæmt til að lifa á kostnað samborgaranna. Í Ríkisútvarpinu var um helgina rætt við Vilborgu Oddsdóttur, umsjónarmann innanlandsaðstoðar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hún benti á að þangað leituðu bótaþegar sem gjarnan væru afkomendur öryrkja og annarra bótaþega. „Við erum að horfa á hópa sem eru af þessari þriðju kynslóð á örorkubótum eða framfærslu félagsþjónustunnar og eru fastir í því horfi. Fólk fer kannski á örorkubætur 24 ára með tvö börn og er bara þar alla sína ævi, það er enginn sem er að virkja þig, það er enginn sem sýnir áhuga á að þú breytir þínu lífi, það finnst mér ógnvænlegt,“ segir Vilborg. Þetta er rétt athugað. Það á ekki að láta það óáreitt að margar kynslóðir festist í þessu sama fari. Lykilorðið hér er að virkja fólk. Ýmislegt hefur verið gert til þess en má enn gera betur. Ungt fólk þarf að sjálfsögðu að skilja að það er ekki sjálfsagt að þiggja fjárhagsaðstoð; samfélagið á að ætlast til að eitthvað komi á móti og markmiðið á að vera að allir séu í vinnu sem geta unnið. Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, er með sérkennilegustu afstöðuna í þessu máli. Hann sagði í Fréttablaðinu í gær að væri fjárhagsaðstoðin lægri en raun ber vitni myndu „óprúttnir kapítalistar“ ná að „borga þeim verst settu enn lægri laun“. Samkvæmt þessu væri leiðin til að hækka laun á vinnumarkaði væntanlega að hafa fjárhagsaðstoðina enn ríflegri. Vonandi taka fáir mark á þeirri hagfræði.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun