Lífið

Eins og ef Ronaldo eða Messi kæmu á æfingu

Freyr Bjarnason skrifar
Christoffer Kold (til hægri) á æfingu hjá Rimmugýgi.
Christoffer Kold (til hægri) á æfingu hjá Rimmugýgi. fréttablaðið/arnþór
Danski bardagamaðurinn Christoffer Kold er staddur hér á landi í boði víkingafélagsins Rimmugýgi. Hann ætlar að þjálfa félagið alla þessa viku og miðla af mikilli reynslu sinni.

„Hann er alveg magnaður bardagamaður og er búinn að vera bestur í mörg ár,“ segir Úlfar Daníelsson hjá Rimmugýgi. Hann bætir við að mikill fengur sé að fá Kold til landsins. „Þetta er eins og ef Ronaldo eða Messi færu að koma og taka æfingu með okkur.“ Víkingafélagið hefur alltaf fengið einn erlendan bardagamann til sín á hverju ári og núna var röðin komin að Kold.

Vetrarstarfið hjá Rimmugýgi er að byrja og verða nýir meðlimir teknir inn fram í nóvember. Æft er tvisvar í viku í Hafnarfirði og eru virkir meðlimir um eitt hundrað talsins.

Rimmugýgi fer á stjá á sumrin þegar víkingahátíðin hefst við Fjörukrána í Hafnarfirði. Eftir það eru haldnar hátíðir um alllt land einu sinni í viku fram í ágúst. Einnig er farið á eina til tvær hátíðir erlendis á hverju ári.

Margir meðlimir Rimmugýgi hafa leikið í bardagaatriðum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.