Sæðisofnæmi hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs Sigga Dögg skrifar 17. október 2013 10:00 Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar. Nordicphotos/getty ?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira