Þorvaldur Davíð lýkur tökum á Dracula í nóvember Sara McMahon skrifar 19. október 2013 07:00 Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur í Belfast við tökur á Dracula Untold. Unnusta hans og dóttir dvelja nú hjá honum. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira