Harmleik breytt í prédikun Jón Viðar Jónsson skrifar 22. október 2013 10:00 Dætur Bernhörðu. "Hér þenja leikkonurnar sig hver í kapp við aðra, veltast fram og aftur um sviðið, með barsmíðum og sjálfsmeiðingum, á kafi í sadískum og masókískum hugarórum.“ Leiklist: Hús Bernhörðu Alba Höfundur: Federico Garcia Lorca. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Þýðing: Jón Hallur Stefánsson. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir. Kórstjórn: Margrét J. Pálmadóttir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Gamla bíói Leikrit Federicos Garcia Lorca, Hús Bernhörðu Alba, er smámynd af einræðisríki. Það var síðasta leikrit spænska stórskáldsins áður en fasistarnir drápu hann í ágúst 1936, við upphaf borgarastyrjaldarinnar. Í húsi þessu drottnar hin ríka ekkja Bernharða yfir fimm dætrum sínum ógiftum. Þær eru kvaldar af karlmannsleysi og á bak við rimlana ólga ástríðurnar: bældir ástaórar, afbrýði, örvænting, öfund, heift, hatur. Að lokum mætir dauðinn til leiks, eins og í Blóðbrúðkaupi og Yermu, hinum harmleikjum Lorca sem halda nafni hans á lofti ásamt ljóðlist hans. Í sviðsetningu Kristínar Jóhannesdóttur á leiknum, sem var frumsýndur í Gamla bíói fyrir helgi, fer flest forgörðum sem gerir list Lorca að því sem hún er. Í löngu blaðaviðtali kveðst Kristín hafa verið að velta fyrir sér spurningum um kúgun og vald og því hafa ákveðið að bjóða ýmsum „gestum“ sem tengjast baráttu kvenna fyrir mannréttindum sínum inn í sýninguna. Með öðrum orðum: hún leyfir sér að nota texta Lorca til að skapa sér sjálfri prédikunarstól að messa yfir lýðnum. Simone de Beauvoir kemur í stutta heimsókn meðal annarra og svo er öðru hvoru verið að lesa upp tilvitnanir í fræg karlrembusvín á borð við Napóleón, heilagan Tómas Aquinas og fleiri. Þessum „heimsóknum“ er einfaldlega dreift um sýninguna, alveg tilviljunarkennt, að því er best verður séð. Og afskaplega ólistrænt, verður að segjast. Garcia Lorca var upphaflega tónlistarmaður og textar hans einkennast af miklu músíkalíteti, líka þessi leikur. Ólíkt Blóðbrúðkaupi og Yermu er hann raunsæislegur að formi, en býr um leið yfir þeim hreinleik formfestunnar sem fegurst birtist í harmleikjum Grikkja og Frakka. En það er fátt músíkalskt eða hreinlegt við það sem nú fer fram á fjölum Gamla bíós. Sýningin hjakkar áfram í skrykkjóttu og silalegu tempói og leiktúlkunin fer alltof oft út í móðursýkislegt garg og öskur. Spennan milli hinnar hvítkölkuðu spennitreyju spænska sveitaþorpsins og sársaukans sem aldrei má opinbera, grunntónninn í verki Lorca, er farinn veg allrar veraldar. Hér þenja leikkonurnar sig hver í kapp við aðra, veltast fram og aftur um sviðið, með barsmíðum og sjálfsmeiðingum, á kafi í sadískum og masókískum hugarórum. Hús Bernhörðu Alba hefur stundum verið kallaður harmleikur þagnarinnar; hér er hann orðinn að harmleik hávaðans. Bernharða sjálf er mögnuð mannlýsing af hendi skáldsins. Hún er ógnvaldurinn sem er innst inni hræddastur allra. Hún setur almenningsálitið, ættarheiðurinn, ofar öllu öðru; lifir í slíkum ótta við dóma annarra að hún lokar inni geðveika móður sína, því að nágranna og þorpsbúa má ekki gruna neitt. Kristín lætur Þröst Leó Gunnarsson leika konuna; að því er mér skilst vegna þess að hún fann enga íslenska leikkonu sem gæti gert frúnni boðleg skil. En Þröstur er ekki réttur leikari í hlutverk af þessu tagi, alveg burtséð frá kynferði. Honum er algerlega um megn að sýna þá andlegu grimmd sem Bernharða beitir aðra, grimmdina sem er ekki vísbending um styrk, heldur þá togstreitu sem er að gera hana geðveika – og gerir hana geðveika í leikslok. Það er engin leið að skilja hvernig nokkur geti óttast það furðufyrirbæri sem þarna birtist kjólklætt. Hvað þá að hægt sé að finna til samúðar með því – eða yfirleitt nokkurri annarri persónu sem hér kemur fram. Mér finnst engin ástæða til að ræða frammistöðu leikenda við aðstæður sem þessar. Eins og oft verður raunin í vondu leikstjórnarleikhúsi eru leikendur einungis strengbrúður í höndum einvaldans, og því ósanngjarnt að gera þá ábyrga fyrir öllum mistökum og smekkleysum. Og þetta er sannarlega vont leikstjórnarleikhús, mjög vont meira að segja. Annars var gaman að fá að koma á ný í leikhús í Gamla bíó. Vel til fundið hjá leikhússtjóra Leikfélagsins að leggjast í slíka útrás. Ætli Borgarleikhúsið sé að springa í höndunum á honum? Eitt hið besta í sýningum Kristínar Jóhannesdóttur hefur oft verið skemmtilegt og nýstárlegt tónlistarval og svo er einnig hér. Þýðing Jóns Halls Stefánssonar hljómaði látlaust og skáldlega; þó ég sé ekki læs á frumtextann gæti ég best trúað því að hún sé trú bæði anda hans og inntaki. Þetta tvennt, þýðingin og tónlistin, valda því að ég get gefið sýningunni eina stjörnu með þokkalegri samvisku.Niðurstaða: Það er afskaplega lítið eftir af meistaraverki Garcia Lorca þegar það kemur út úr pólitískri hakkavél Kristínar Jóhannesdóttur. Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta. Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Hús Bernhörðu Alba Höfundur: Federico Garcia Lorca. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Þýðing: Jón Hallur Stefánsson. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlist: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir. Kórstjórn: Margrét J. Pálmadóttir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Gamla bíói Leikrit Federicos Garcia Lorca, Hús Bernhörðu Alba, er smámynd af einræðisríki. Það var síðasta leikrit spænska stórskáldsins áður en fasistarnir drápu hann í ágúst 1936, við upphaf borgarastyrjaldarinnar. Í húsi þessu drottnar hin ríka ekkja Bernharða yfir fimm dætrum sínum ógiftum. Þær eru kvaldar af karlmannsleysi og á bak við rimlana ólga ástríðurnar: bældir ástaórar, afbrýði, örvænting, öfund, heift, hatur. Að lokum mætir dauðinn til leiks, eins og í Blóðbrúðkaupi og Yermu, hinum harmleikjum Lorca sem halda nafni hans á lofti ásamt ljóðlist hans. Í sviðsetningu Kristínar Jóhannesdóttur á leiknum, sem var frumsýndur í Gamla bíói fyrir helgi, fer flest forgörðum sem gerir list Lorca að því sem hún er. Í löngu blaðaviðtali kveðst Kristín hafa verið að velta fyrir sér spurningum um kúgun og vald og því hafa ákveðið að bjóða ýmsum „gestum“ sem tengjast baráttu kvenna fyrir mannréttindum sínum inn í sýninguna. Með öðrum orðum: hún leyfir sér að nota texta Lorca til að skapa sér sjálfri prédikunarstól að messa yfir lýðnum. Simone de Beauvoir kemur í stutta heimsókn meðal annarra og svo er öðru hvoru verið að lesa upp tilvitnanir í fræg karlrembusvín á borð við Napóleón, heilagan Tómas Aquinas og fleiri. Þessum „heimsóknum“ er einfaldlega dreift um sýninguna, alveg tilviljunarkennt, að því er best verður séð. Og afskaplega ólistrænt, verður að segjast. Garcia Lorca var upphaflega tónlistarmaður og textar hans einkennast af miklu músíkalíteti, líka þessi leikur. Ólíkt Blóðbrúðkaupi og Yermu er hann raunsæislegur að formi, en býr um leið yfir þeim hreinleik formfestunnar sem fegurst birtist í harmleikjum Grikkja og Frakka. En það er fátt músíkalskt eða hreinlegt við það sem nú fer fram á fjölum Gamla bíós. Sýningin hjakkar áfram í skrykkjóttu og silalegu tempói og leiktúlkunin fer alltof oft út í móðursýkislegt garg og öskur. Spennan milli hinnar hvítkölkuðu spennitreyju spænska sveitaþorpsins og sársaukans sem aldrei má opinbera, grunntónninn í verki Lorca, er farinn veg allrar veraldar. Hér þenja leikkonurnar sig hver í kapp við aðra, veltast fram og aftur um sviðið, með barsmíðum og sjálfsmeiðingum, á kafi í sadískum og masókískum hugarórum. Hús Bernhörðu Alba hefur stundum verið kallaður harmleikur þagnarinnar; hér er hann orðinn að harmleik hávaðans. Bernharða sjálf er mögnuð mannlýsing af hendi skáldsins. Hún er ógnvaldurinn sem er innst inni hræddastur allra. Hún setur almenningsálitið, ættarheiðurinn, ofar öllu öðru; lifir í slíkum ótta við dóma annarra að hún lokar inni geðveika móður sína, því að nágranna og þorpsbúa má ekki gruna neitt. Kristín lætur Þröst Leó Gunnarsson leika konuna; að því er mér skilst vegna þess að hún fann enga íslenska leikkonu sem gæti gert frúnni boðleg skil. En Þröstur er ekki réttur leikari í hlutverk af þessu tagi, alveg burtséð frá kynferði. Honum er algerlega um megn að sýna þá andlegu grimmd sem Bernharða beitir aðra, grimmdina sem er ekki vísbending um styrk, heldur þá togstreitu sem er að gera hana geðveika – og gerir hana geðveika í leikslok. Það er engin leið að skilja hvernig nokkur geti óttast það furðufyrirbæri sem þarna birtist kjólklætt. Hvað þá að hægt sé að finna til samúðar með því – eða yfirleitt nokkurri annarri persónu sem hér kemur fram. Mér finnst engin ástæða til að ræða frammistöðu leikenda við aðstæður sem þessar. Eins og oft verður raunin í vondu leikstjórnarleikhúsi eru leikendur einungis strengbrúður í höndum einvaldans, og því ósanngjarnt að gera þá ábyrga fyrir öllum mistökum og smekkleysum. Og þetta er sannarlega vont leikstjórnarleikhús, mjög vont meira að segja. Annars var gaman að fá að koma á ný í leikhús í Gamla bíó. Vel til fundið hjá leikhússtjóra Leikfélagsins að leggjast í slíka útrás. Ætli Borgarleikhúsið sé að springa í höndunum á honum? Eitt hið besta í sýningum Kristínar Jóhannesdóttur hefur oft verið skemmtilegt og nýstárlegt tónlistarval og svo er einnig hér. Þýðing Jóns Halls Stefánssonar hljómaði látlaust og skáldlega; þó ég sé ekki læs á frumtextann gæti ég best trúað því að hún sé trú bæði anda hans og inntaki. Þetta tvennt, þýðingin og tónlistin, valda því að ég get gefið sýningunni eina stjörnu með þokkalegri samvisku.Niðurstaða: Það er afskaplega lítið eftir af meistaraverki Garcia Lorca þegar það kemur út úr pólitískri hakkavél Kristínar Jóhannesdóttur. Sorglegt, er eina orðið sem hægt er að hafa yfir þetta.
Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira