Samskipti lykillinn að kynlífi Sigga Dögg skrifar 24. október 2013 07:00 Táningar eiga fyrst að stunda kynlíf með sjálfum sér, svo með öðrum, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/Getty Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín. Sigga Dögg Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín.
Sigga Dögg Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira