Það er algjört tabú að vera ekki alveg fullkomin Marín Manda skrifar 25. október 2013 11:00 Erna Hrund Hermannsdóttir Erna Hrund Hermannsdóttir förðunarfræðingur er áhugaverður bloggari sem komst heldur betur í fjölmiðlana þegar hún setti inn myndir af sjálfri sér sem sýndu slit á maga hennar eftir meðgöngu. Lífið ræddi við Ernu um fjölskyldulífið, útlitsdýrkun og nýja vef-tímaritið Reykjavík Makeup Journal. Ernu Hrund langaði mikið að verða lögreglukona þegar hún var yngri. Í gríni segir hún að áreynsluastminn hafi útilokað þann draum og fljótlega hafi hún uppgötvað förðunardót móður sinnar eins og svo margar stúlkur gera. Hins vegar varð ekki aftur snúið og nú fræðir hún ungar stúlkur um ýmislegt sem tengist útliti og förðun. Útlitsdýrkun segir hún löngu vera komna út í öfgar og hvetur konur til að elska líkama sinn eins og hann er.Erna Hrund Hermannsdóttir segist hafa fundið fyrir mikilli pressu á að vera fullkomin á allan hátt.Hvenær kviknar þessi mikli förðunaráhugi? „Það voru bara snyrtivörur úti um allt í lífi mínu þó ég hafi kannski ekki fengið að nota þær strax. Mömmu fannst ég of ung til að nota snyrtivörur dagsdaglega í grunnskóla og ég er sammála því, því stelpur þurfa fyrst að læra að þrífa og hugsa um húðina. Ég tel mig vera rosalega heppna að eiga mömmu sem kenndi mér mikið. Ég var voða mikil speglapósustelpu en ég átti einn púðurbursta sem ég söng í fyrir framan spegilinn öllum stundum. Ég fékk að kaupa mínar fyrstu snyrtivörur fyrir fermingarpeningana en þá keypti ég litað dagkrem, maskara og brúnan eyeliner.“ Hvenær fórstu svo að læra förðun? „Áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég byrjaði í Verzlunarskólanum árið 2005 og fór í inntökupróf fyrir Nemendamótið og komst inn í bæði förðunar- og hárnefnd. Mér þótti það voðalega flott því ég fór á alla viðburði og var úti um allt næstu þrjú árin. Þegar ég var 18 ára fór ég að læra förðun í EMM school of makeup sem Sóley Ástudóttir rak á þessum tíma. Þetta var MAC-skóli og var aðalskólinn.“Hefur þú ekki stundum haldið fyrirlestra um förðun? „Jú, ég hef stundum farið í menntaskóla, félagsmiðstöðvar og saumaklúbba til að halda fyrirlestra en ég nota mikið bloggið mitt til að fræða konur. Það er minn vettvangur til þess að koma upplýsingum á framfæri.“ Ævintýrið byrjar fyrir alvöruHvenær byrjaðir þú að blogga sem Reykjavík fashion journal? Hvað varð til þess? „Ég var rosalega mikill ebay-fíkill og netgrúskari en manninum mínum fannst tími til kominn að ég nýtti þessa hæfileika í eitthvað meira. Það varð til þess að við stofnuðum vefverslun undir nafninu Reykjavík fashion journal þar sem ég var milliliður og hjálpaði konum að versla á ebay. Á þessum tíma fannst konum þetta svo flókið. Ég lagði svo smotterí ofan á sem stóð undir mínum eigin kaupum á ebay. Svo þetta var mjög fínt og ég var tíður gestur á pósthúsunum.“Með troðfulla tösku af Real Techniques-burstum á kynningu hjá förðunarfræðinga á Íslandi.Í dag ertu svo ein af bloggurunum á trendnet.is, hvernig er það? „Hún Elísabet Gunnars talaði við mig og ég vildi endilega vera með og allt í einu var ég orðin hluti af risabloggsíðu. Þá ákvað ég, að ég skyldi eigna mér förðunarhlutann því við vorum svo mörg og öll að skrifa um svipaða hluti. Konur virtust vera mjög hrifnar af því og ég legg mikla áherslu á að skrifa út frá minni eigin reynslu þrátt fyrir að fá reglulega fréttatilkynningar frá hinum ýmsu merkjum. Mig langaði líka að höfða til yngri stelpna og leiðbeina þeim því ég veit að ég er með sterkan lesendahóp í menntaskólunum. Ég held að það hafi alveg tekist ágætlega. Ég var svo heppin að eiga mömmu sem þekkir þetta allt saman en það eru margar stelpur sem vita lítið sem ekkert um vörur og förðun.“Þekkist þið öll innbyrðis í trendnet.is hópnum? „Ég þekkti ekki alla þegar við byrjuðum en þá vorum við alls sjö. Við spjöllum mikið saman og reynum að gera hluti saman og erum ágætis vinir. Ég myndi segja að við værum góð heild og við styðjum hvert annað.“ Það er alls ekki fyrir alla að blogga. Hvort er þetta meira sem áhugamál eða vinna? „Bara hvort tveggja. Þetta er minn vettvangur til þess að vinna við það sem ég hef áhuga á. Ég fæ ekkert borgað fyrir bloggið mitt og það er ekki borgað fyrir neinar umfjallanir hjá mér. Hins vegar er ég orðin þekktur förðunarbloggari á Íslandi og fæ fullt af verkefnum sem því tengjast sem er ótrúlega gaman. Það er kannski þannig sem ég næ að tengja áhugamálið og vinnuna saman.“Stefnir þú á að fara til útlanda og starfa við förðun? „Mig langaði alltaf til þess og draumanámið mitt er að fara til London og læra „fashion marketing“ í London College of Fashion. Mér finnst það spennandi heimur og ég lifi og hrærist í þessum bransa, en ég geri það ekki alveg strax. Það er enn þá svo mikið af tækifærum hérna fyrir mig og ég er bara að nýta þau núna.“ Vinkonur í myndatöku fyrir trendnet.is - Aldís Páls ljósmyndari - Erna og Elísabet.Stolt af vef tímaritinuNú varstu að gefa út þitt fyrsta veftímarit, Reykjavík Makeup Journal? Er þetta makeup-tímarit ekki það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi? „Jú þetta er fyrsta förðunarveftímaritið sem fjallar eingöngu um snyrtivörur og þetta er nokkuð stórt. Þetta var ótrúlega krefjandi verkefni því ég er náttúrulega bara alveg ein með það. Það eru heldur engar greiddar umfjallanir í blaðinu. Það eru bara beinar auglýsingar í blaðinu sem ég sel. Ég hef óbeit á seldum auglýsingum því mér finnst eins og það sé verið að blekkja neytandann til að kaupa eitthvað sem hann þarf ekki. Ég hef bara verið að grisja út ákveðnar vörur sem mér finnst spennandi og ég vil geta staðið með minni skoðun án þess að fá greitt fyrir það.“Hve oft kemur veftímaritið út? „Það á að koma út fjórum sinnum á ári, eitt blað fyrir hverja makeup-árstíð. Nú verð ég að hraðspóla yfir nóvember því að næst er komið að hátíðarförðuninni. Ég skrifa allt efnið sjálf fyrir utan nokkrar umsagnir í Beauty-klúbbnum. Þar fékk ég nokkrar konur til að prófa snyrtivörur fyrir mig og segja frá sinni upplifun.“ Erna og Tinni Snær í brunch á uppáhaldsveitingastaðnum þeirra The Coocoo‘s Nest.Hvað er skemmtilegasta verkefnið sem þú hefur unnið að? „Blaðið mitt stendur upp úr og er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni. Svo fékk ég tækifæri um daginn til að kenna í tveimur förðunarskólum, í Snyrtiakademíunni og í Mood. Mér fannst það ótrúlega stressandi og fannst ég hafa framtíð þessara nemenda í höndum mér og þurfti því að stappa stálinu í mig. Allt í einu varð ég óviss um hvort ég væri sjálf nógu góð en svo fór ég að hugsa þetta betur. Ég er nú búin að vera í þessu í fimm ár og búin að gera ansi mikið. En mér fannst það mjög gefandi að finna að fólk hefði áhuga á því sem ég var að kenna og ég hafði heilmargt að kenna því.“Myndirnar sprengdu trendnetÞú settir inn myndir af slitförunum sem þú fékkst eftir meðgönguna með son þinn. Sú færsla vakti ansi mikla athygli. Hvers vegna vildir þú vekja athygli á þessu? „Þegar ég var í Verzló fann ég fyrir mikilli útlitsdýrkun. Það er sama hvað hver segir, það er mikil útlitsdýrkun í öllum menntaskólum og krakkar finna fyrir ákveðinni pressu. Ég var að vinna í 17 og var alltaf í Diesel-gallabuxum númer 24 og ég setti á mig þá pressu að vera alltaf fullkomin. Ég hélt meðal annars fatadagbók yfir allt skólaárið svo ég myndi ekki mæta í sömu fatasamsetningunni aftur í skólann. Það er náttúrulega furðuleg hegðun. Þegar ég svo varð ólétt varð ég mjög stór og slitnaði rosalega illa. Fólk sagði við mig að þetta myndi bara hverfa þegar maginn skryppi saman og ég horfði á konurnar í glanstímaritunum í fullkomnu formi rétt eftir barnsburð og hugsaði, ég hlýt þá að geta þetta líka. Stuttu eftir fæðingu sonar míns var ég búin að ætlast til þess að þetta yrði allt farið aftur. Ég fór í mömmuleikfimi og reyndi hitt og þetta sem sýndi ágætan árangur en ekki eins og ég vildi. Ég upplifði þá bara þunglyndi og fannst ótrúlega erfitt að horfa á sjálfa mig í spegli, grét og átti mjög erfitt með mig. Mér fannst ég ógeðsleg og ótrúlega óaðlaðandi og var sannfærð um að engin kona hefði slitnað jafn mikið og ég. Svo ræddi ég þetta við Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara og smám saman fór ég að sjá þetta í öðru ljósi. Ég bað þá manninn minn að taka mynd af mér og settist niður og skrifaði endalaust langa ræðu og póstaði á blogginu mínu. Viðbrögðin urðu svo rosaleg og ég held að trendnet.is hafi dottið út um kvöldið. Konum fannst bara svo magnað að ég skyldi gera þetta en þetta var mín leið til þess að hjálpa sjálfri mér og öðrum. Það er svo mikið í samfélaginu okkar sem má ekki tala um og konur eru rosalega gagnrýnar hver á aðra og sig sjálfar. Það á bara að vera bannað að birta svona forsíðumyndir og blekkja fólk því þetta er bara lygi. Af hverju stendur hvergi að myndin gæti verið fótósjoppuð?“Fegurðin kemur innan fráHvað finnst þér um fegrunaraðgerðir? „Ég myndi aldrei gera það sjálf en ef konu líður t.d. illa út af brjóstunum og vill fara í brjóstastækkun þá er það ekki mitt að gagnrýna hana. Brjóstin mín stækkuðu og nú er ég komin með tepoka en ætla ekki í brjóstastækkun. Maginn hangir yfir buxnastrenginn en ég ætla ekki að fara í svuntuaðgerð. Mér finnst bara að konur eigi að vera vel upplýstar, ekki gera neitt í flýti og vera hjá réttum læknum. Ég held einnig að það sé mikilvægt að konur geri þetta fyrst og fremst fyrir sig en enga aðra. Ég þekki konur sem hafa farið í silíkonaðgerð því þeim leið illa andlega. Það er allt annað mál heldur en að gera þetta til þess að vera flottur fyrir einhverja stráka. Sú umræða gleymdist örlítið hérna fyrir stuttu þegar mikið var rætt um silíkonaðgerðir – þær konur gleymdust svolítið.“ Hvað er fegurð í þínum augum? „Það er kona sem líður vel og er ánægð með sjálfa sig. Kona sem er hamingjusöm hefur mikla útgeislun.“Hvernig ræktar þú sjálfa þig? „Ég reyni sem mest að vera með syni mínum. Hann er það besta sem hefur komið fyrir mig á ævinni. Mér finnst langbest að fara með honum og manninum mínum niður í bæ og setjast á kaffihús og fletta í gegnum tímarit og bara vera með þeim tveimur, það er fullkomið. Mér finnst langbest að vera með fjölskyldunni minni og þannig slaka ég á.“ Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Mig langar ekki að lifa í einhverri eftirsjá heldur langar mig bara að gera hlutina. Ég er með fimm ára plan og ætla þá að gefa út förðunarbókina mína. Svo vil ég eignast fleiri börn.“ Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Erna Hrund Hermannsdóttir förðunarfræðingur er áhugaverður bloggari sem komst heldur betur í fjölmiðlana þegar hún setti inn myndir af sjálfri sér sem sýndu slit á maga hennar eftir meðgöngu. Lífið ræddi við Ernu um fjölskyldulífið, útlitsdýrkun og nýja vef-tímaritið Reykjavík Makeup Journal. Ernu Hrund langaði mikið að verða lögreglukona þegar hún var yngri. Í gríni segir hún að áreynsluastminn hafi útilokað þann draum og fljótlega hafi hún uppgötvað förðunardót móður sinnar eins og svo margar stúlkur gera. Hins vegar varð ekki aftur snúið og nú fræðir hún ungar stúlkur um ýmislegt sem tengist útliti og förðun. Útlitsdýrkun segir hún löngu vera komna út í öfgar og hvetur konur til að elska líkama sinn eins og hann er.Erna Hrund Hermannsdóttir segist hafa fundið fyrir mikilli pressu á að vera fullkomin á allan hátt.Hvenær kviknar þessi mikli förðunaráhugi? „Það voru bara snyrtivörur úti um allt í lífi mínu þó ég hafi kannski ekki fengið að nota þær strax. Mömmu fannst ég of ung til að nota snyrtivörur dagsdaglega í grunnskóla og ég er sammála því, því stelpur þurfa fyrst að læra að þrífa og hugsa um húðina. Ég tel mig vera rosalega heppna að eiga mömmu sem kenndi mér mikið. Ég var voða mikil speglapósustelpu en ég átti einn púðurbursta sem ég söng í fyrir framan spegilinn öllum stundum. Ég fékk að kaupa mínar fyrstu snyrtivörur fyrir fermingarpeningana en þá keypti ég litað dagkrem, maskara og brúnan eyeliner.“ Hvenær fórstu svo að læra förðun? „Áhuginn kviknaði fyrir alvöru þegar ég byrjaði í Verzlunarskólanum árið 2005 og fór í inntökupróf fyrir Nemendamótið og komst inn í bæði förðunar- og hárnefnd. Mér þótti það voðalega flott því ég fór á alla viðburði og var úti um allt næstu þrjú árin. Þegar ég var 18 ára fór ég að læra förðun í EMM school of makeup sem Sóley Ástudóttir rak á þessum tíma. Þetta var MAC-skóli og var aðalskólinn.“Hefur þú ekki stundum haldið fyrirlestra um förðun? „Jú, ég hef stundum farið í menntaskóla, félagsmiðstöðvar og saumaklúbba til að halda fyrirlestra en ég nota mikið bloggið mitt til að fræða konur. Það er minn vettvangur til þess að koma upplýsingum á framfæri.“ Ævintýrið byrjar fyrir alvöruHvenær byrjaðir þú að blogga sem Reykjavík fashion journal? Hvað varð til þess? „Ég var rosalega mikill ebay-fíkill og netgrúskari en manninum mínum fannst tími til kominn að ég nýtti þessa hæfileika í eitthvað meira. Það varð til þess að við stofnuðum vefverslun undir nafninu Reykjavík fashion journal þar sem ég var milliliður og hjálpaði konum að versla á ebay. Á þessum tíma fannst konum þetta svo flókið. Ég lagði svo smotterí ofan á sem stóð undir mínum eigin kaupum á ebay. Svo þetta var mjög fínt og ég var tíður gestur á pósthúsunum.“Með troðfulla tösku af Real Techniques-burstum á kynningu hjá förðunarfræðinga á Íslandi.Í dag ertu svo ein af bloggurunum á trendnet.is, hvernig er það? „Hún Elísabet Gunnars talaði við mig og ég vildi endilega vera með og allt í einu var ég orðin hluti af risabloggsíðu. Þá ákvað ég, að ég skyldi eigna mér förðunarhlutann því við vorum svo mörg og öll að skrifa um svipaða hluti. Konur virtust vera mjög hrifnar af því og ég legg mikla áherslu á að skrifa út frá minni eigin reynslu þrátt fyrir að fá reglulega fréttatilkynningar frá hinum ýmsu merkjum. Mig langaði líka að höfða til yngri stelpna og leiðbeina þeim því ég veit að ég er með sterkan lesendahóp í menntaskólunum. Ég held að það hafi alveg tekist ágætlega. Ég var svo heppin að eiga mömmu sem þekkir þetta allt saman en það eru margar stelpur sem vita lítið sem ekkert um vörur og förðun.“Þekkist þið öll innbyrðis í trendnet.is hópnum? „Ég þekkti ekki alla þegar við byrjuðum en þá vorum við alls sjö. Við spjöllum mikið saman og reynum að gera hluti saman og erum ágætis vinir. Ég myndi segja að við værum góð heild og við styðjum hvert annað.“ Það er alls ekki fyrir alla að blogga. Hvort er þetta meira sem áhugamál eða vinna? „Bara hvort tveggja. Þetta er minn vettvangur til þess að vinna við það sem ég hef áhuga á. Ég fæ ekkert borgað fyrir bloggið mitt og það er ekki borgað fyrir neinar umfjallanir hjá mér. Hins vegar er ég orðin þekktur förðunarbloggari á Íslandi og fæ fullt af verkefnum sem því tengjast sem er ótrúlega gaman. Það er kannski þannig sem ég næ að tengja áhugamálið og vinnuna saman.“Stefnir þú á að fara til útlanda og starfa við förðun? „Mig langaði alltaf til þess og draumanámið mitt er að fara til London og læra „fashion marketing“ í London College of Fashion. Mér finnst það spennandi heimur og ég lifi og hrærist í þessum bransa, en ég geri það ekki alveg strax. Það er enn þá svo mikið af tækifærum hérna fyrir mig og ég er bara að nýta þau núna.“ Vinkonur í myndatöku fyrir trendnet.is - Aldís Páls ljósmyndari - Erna og Elísabet.Stolt af vef tímaritinuNú varstu að gefa út þitt fyrsta veftímarit, Reykjavík Makeup Journal? Er þetta makeup-tímarit ekki það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi? „Jú þetta er fyrsta förðunarveftímaritið sem fjallar eingöngu um snyrtivörur og þetta er nokkuð stórt. Þetta var ótrúlega krefjandi verkefni því ég er náttúrulega bara alveg ein með það. Það eru heldur engar greiddar umfjallanir í blaðinu. Það eru bara beinar auglýsingar í blaðinu sem ég sel. Ég hef óbeit á seldum auglýsingum því mér finnst eins og það sé verið að blekkja neytandann til að kaupa eitthvað sem hann þarf ekki. Ég hef bara verið að grisja út ákveðnar vörur sem mér finnst spennandi og ég vil geta staðið með minni skoðun án þess að fá greitt fyrir það.“Hve oft kemur veftímaritið út? „Það á að koma út fjórum sinnum á ári, eitt blað fyrir hverja makeup-árstíð. Nú verð ég að hraðspóla yfir nóvember því að næst er komið að hátíðarförðuninni. Ég skrifa allt efnið sjálf fyrir utan nokkrar umsagnir í Beauty-klúbbnum. Þar fékk ég nokkrar konur til að prófa snyrtivörur fyrir mig og segja frá sinni upplifun.“ Erna og Tinni Snær í brunch á uppáhaldsveitingastaðnum þeirra The Coocoo‘s Nest.Hvað er skemmtilegasta verkefnið sem þú hefur unnið að? „Blaðið mitt stendur upp úr og er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni. Svo fékk ég tækifæri um daginn til að kenna í tveimur förðunarskólum, í Snyrtiakademíunni og í Mood. Mér fannst það ótrúlega stressandi og fannst ég hafa framtíð þessara nemenda í höndum mér og þurfti því að stappa stálinu í mig. Allt í einu varð ég óviss um hvort ég væri sjálf nógu góð en svo fór ég að hugsa þetta betur. Ég er nú búin að vera í þessu í fimm ár og búin að gera ansi mikið. En mér fannst það mjög gefandi að finna að fólk hefði áhuga á því sem ég var að kenna og ég hafði heilmargt að kenna því.“Myndirnar sprengdu trendnetÞú settir inn myndir af slitförunum sem þú fékkst eftir meðgönguna með son þinn. Sú færsla vakti ansi mikla athygli. Hvers vegna vildir þú vekja athygli á þessu? „Þegar ég var í Verzló fann ég fyrir mikilli útlitsdýrkun. Það er sama hvað hver segir, það er mikil útlitsdýrkun í öllum menntaskólum og krakkar finna fyrir ákveðinni pressu. Ég var að vinna í 17 og var alltaf í Diesel-gallabuxum númer 24 og ég setti á mig þá pressu að vera alltaf fullkomin. Ég hélt meðal annars fatadagbók yfir allt skólaárið svo ég myndi ekki mæta í sömu fatasamsetningunni aftur í skólann. Það er náttúrulega furðuleg hegðun. Þegar ég svo varð ólétt varð ég mjög stór og slitnaði rosalega illa. Fólk sagði við mig að þetta myndi bara hverfa þegar maginn skryppi saman og ég horfði á konurnar í glanstímaritunum í fullkomnu formi rétt eftir barnsburð og hugsaði, ég hlýt þá að geta þetta líka. Stuttu eftir fæðingu sonar míns var ég búin að ætlast til þess að þetta yrði allt farið aftur. Ég fór í mömmuleikfimi og reyndi hitt og þetta sem sýndi ágætan árangur en ekki eins og ég vildi. Ég upplifði þá bara þunglyndi og fannst ótrúlega erfitt að horfa á sjálfa mig í spegli, grét og átti mjög erfitt með mig. Mér fannst ég ógeðsleg og ótrúlega óaðlaðandi og var sannfærð um að engin kona hefði slitnað jafn mikið og ég. Svo ræddi ég þetta við Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara og smám saman fór ég að sjá þetta í öðru ljósi. Ég bað þá manninn minn að taka mynd af mér og settist niður og skrifaði endalaust langa ræðu og póstaði á blogginu mínu. Viðbrögðin urðu svo rosaleg og ég held að trendnet.is hafi dottið út um kvöldið. Konum fannst bara svo magnað að ég skyldi gera þetta en þetta var mín leið til þess að hjálpa sjálfri mér og öðrum. Það er svo mikið í samfélaginu okkar sem má ekki tala um og konur eru rosalega gagnrýnar hver á aðra og sig sjálfar. Það á bara að vera bannað að birta svona forsíðumyndir og blekkja fólk því þetta er bara lygi. Af hverju stendur hvergi að myndin gæti verið fótósjoppuð?“Fegurðin kemur innan fráHvað finnst þér um fegrunaraðgerðir? „Ég myndi aldrei gera það sjálf en ef konu líður t.d. illa út af brjóstunum og vill fara í brjóstastækkun þá er það ekki mitt að gagnrýna hana. Brjóstin mín stækkuðu og nú er ég komin með tepoka en ætla ekki í brjóstastækkun. Maginn hangir yfir buxnastrenginn en ég ætla ekki að fara í svuntuaðgerð. Mér finnst bara að konur eigi að vera vel upplýstar, ekki gera neitt í flýti og vera hjá réttum læknum. Ég held einnig að það sé mikilvægt að konur geri þetta fyrst og fremst fyrir sig en enga aðra. Ég þekki konur sem hafa farið í silíkonaðgerð því þeim leið illa andlega. Það er allt annað mál heldur en að gera þetta til þess að vera flottur fyrir einhverja stráka. Sú umræða gleymdist örlítið hérna fyrir stuttu þegar mikið var rætt um silíkonaðgerðir – þær konur gleymdust svolítið.“ Hvað er fegurð í þínum augum? „Það er kona sem líður vel og er ánægð með sjálfa sig. Kona sem er hamingjusöm hefur mikla útgeislun.“Hvernig ræktar þú sjálfa þig? „Ég reyni sem mest að vera með syni mínum. Hann er það besta sem hefur komið fyrir mig á ævinni. Mér finnst langbest að fara með honum og manninum mínum niður í bæ og setjast á kaffihús og fletta í gegnum tímarit og bara vera með þeim tveimur, það er fullkomið. Mér finnst langbest að vera með fjölskyldunni minni og þannig slaka ég á.“ Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Mig langar ekki að lifa í einhverri eftirsjá heldur langar mig bara að gera hlutina. Ég er með fimm ára plan og ætla þá að gefa út förðunarbókina mína. Svo vil ég eignast fleiri börn.“
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira