Ein af strákunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. október 2013 06:00 Um helgina fer ég á rjúpu með strákahóp. Það virðast ætla að verða örlög mín að stunda íþróttir og áhugamál mikið til fjarri kynsystrum mínum. Hvort sem það er fótbolti, badminton eða skytterí – alltaf enda ég ein með strákunum. Það er ekki alltaf auðvelt. Fordómar byggðir á kynferði lifa, því miður, enn góðu lífi. Og þá skiptir engu máli hvort ég geti haft jákvæð og uppbyggileg áhrif á hópinn. Þannig var mér bannað síðasta vetur að mæta í bumbubolta með strákunum eingöngu vegna þess að þeim fannst fráleitt að spila fótbolta með stelpu. Skipti þar engu máli að ég er töluvert betri í fótbolta en flestar kleinurnar sem þar léku listir sínar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað veldur þessu óöryggi. Af hverju fara strákar oft í kerfi þegar stelpa kemur inn á þeirra „yfirráðasvæði“? Eina vitræna skýringin sem mér kemur í hug er þessi þráláta þörf, sem býr í svo mörgum okkar, til að fara helst aldrei út fyrir kassann og viðhalda viðvarandi ástandi. Menn hræðast hið óþekkta og það er einfaldlega of mikið rask að taka konu inn í hópinn og því langbest að sleppa því. Og jafnvel þegar maður er komin inn þá er ekki sjálfgefið að móttökurnar séu á jafningjagrundvelli. Reynsla mín er sú að strákahópar hanga oftast á gömlum venjum eins og hundur á roði. Hlutirnir eru eins og þeir eru eingöngu vegna þess að svona hafa þeir alltaf verið. Og ef maður dirfist að koma með nýja sýn eða uppástungur um aðrar leiðir þá er því umsvifalaust hafnað sem hverju öðru kvennakjaftæði. Já, það er ekki alltaf auðvelt að vera ein af strákunum. Eitthvað sem Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari hlýtur að þekkja ákaflega vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Um helgina fer ég á rjúpu með strákahóp. Það virðast ætla að verða örlög mín að stunda íþróttir og áhugamál mikið til fjarri kynsystrum mínum. Hvort sem það er fótbolti, badminton eða skytterí – alltaf enda ég ein með strákunum. Það er ekki alltaf auðvelt. Fordómar byggðir á kynferði lifa, því miður, enn góðu lífi. Og þá skiptir engu máli hvort ég geti haft jákvæð og uppbyggileg áhrif á hópinn. Þannig var mér bannað síðasta vetur að mæta í bumbubolta með strákunum eingöngu vegna þess að þeim fannst fráleitt að spila fótbolta með stelpu. Skipti þar engu máli að ég er töluvert betri í fótbolta en flestar kleinurnar sem þar léku listir sínar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað veldur þessu óöryggi. Af hverju fara strákar oft í kerfi þegar stelpa kemur inn á þeirra „yfirráðasvæði“? Eina vitræna skýringin sem mér kemur í hug er þessi þráláta þörf, sem býr í svo mörgum okkar, til að fara helst aldrei út fyrir kassann og viðhalda viðvarandi ástandi. Menn hræðast hið óþekkta og það er einfaldlega of mikið rask að taka konu inn í hópinn og því langbest að sleppa því. Og jafnvel þegar maður er komin inn þá er ekki sjálfgefið að móttökurnar séu á jafningjagrundvelli. Reynsla mín er sú að strákahópar hanga oftast á gömlum venjum eins og hundur á roði. Hlutirnir eru eins og þeir eru eingöngu vegna þess að svona hafa þeir alltaf verið. Og ef maður dirfist að koma með nýja sýn eða uppástungur um aðrar leiðir þá er því umsvifalaust hafnað sem hverju öðru kvennakjaftæði. Já, það er ekki alltaf auðvelt að vera ein af strákunum. Eitthvað sem Ingibjörg Benediktsdóttir hæstaréttardómari hlýtur að þekkja ákaflega vel.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun