Rauðkuflar, særingamenn og djöflar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 11:00 Kallið eftir Elí Freysson Bækur: Kallið Elí Freysson Kallið er þriðja bókin í bókaflokki Elís Freyssonar um Þögla stríðið. Hinar fyrri eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni. Þótt sögusviðið sé hið sama í öllum bókunum er hver þeirra sjálfstætt verk með nýjum aðalpersónum og í Kallinu kynnumst við unglingsstúlkunni Kötju, sem eftir að hafa drepið óargadýr í þorpinu sínu kemst að því að hún hefur sérstaka hæfileika og hefur hlutverki að gegna við að koma heiminum aftur á réttan kjöl. Eins og títt er í hetjusögum fær Katja sérstakan leiðbeinanda, Serdru, og fyrsti hluti bókarinnar fjallar um samskipti þeirra, þjálfun Kötju og undirbúninginn undir átökin við hin illu öfl sem svífast einskis til að ná yfirráðum í landinu. Lýsingarnar á samskiptum þeirra eru vel unnar og skemmtilegar aflestrar, báðar persónurnar skýrar og vel dregnar og sérlega skemmtilegt að sjá kvenkynshetjur í hlutverki bæði lærlings og leiðbeinanda. Síðari hluti bókarinnar fjallar svo um hvernig þeim stöllum, með aðstoð annarra Rauðkufla, tekst það ætlunarverk sitt að bægja hættunni frá. Þar er mikið um grafískar bardagalýsingar og ekkert vantar upp á aksjónina. Í gegnum allt havaríið heldur Katja þó sínum séreinkennum og er skemmtilega ólík þeim hetjum sem algengastar eru í slíkum aksjónbókmenntum. Elí hefur fullt vald á þessum heimi sem hann hefur skapað, frásögnin flýtur vel og hann byggir upp spennuna jafnt og þétt. Sjónarhornið er mestan part hjá Kötju en einnig eru kaflar þar sem foringi illu aflanna, Bræðralagsins, er í forgrunni þannig að lesandinn fær að kynnast hans karakter og fyrirætlunum ágætlega. Þeir kaflar eru þó helsti veikleiki bókarinnar, illmennin eru ansi einhliða og ill í gegn, en þannig á það sjálfsagt að vera í heimi fantasíunnar. Fantasíubókmenntir hafa verið að hasla sér völl hérlendis á undanförnum árum og eru bækur Elís ekki veigaminnsta framlagið í þá bókmenntagrein. Heimur hans er þaulunninn og með hverri bók skýrist myndin af þessari veröld sem hann hefur skapað. Persónurnar eru þó ávallt í forgrunni og það sem gerir bækurnar eins skemmtilegar aflestrar og raun ber vitni er persónusköpunin. Kallið er þar engin undantekning og jafnvel fyrir manneskju sem hefur takmarkaðan áhuga á fantasíum er Kallið skemmtileg og spennandi lesning sem opnar nýja heima fyrir lesandanum.Niðurstaða:Hressileg og fimlega skrifuð fantasía með sérlega skemmtilegri hetju. Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Kallið Elí Freysson Kallið er þriðja bókin í bókaflokki Elís Freyssonar um Þögla stríðið. Hinar fyrri eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni. Þótt sögusviðið sé hið sama í öllum bókunum er hver þeirra sjálfstætt verk með nýjum aðalpersónum og í Kallinu kynnumst við unglingsstúlkunni Kötju, sem eftir að hafa drepið óargadýr í þorpinu sínu kemst að því að hún hefur sérstaka hæfileika og hefur hlutverki að gegna við að koma heiminum aftur á réttan kjöl. Eins og títt er í hetjusögum fær Katja sérstakan leiðbeinanda, Serdru, og fyrsti hluti bókarinnar fjallar um samskipti þeirra, þjálfun Kötju og undirbúninginn undir átökin við hin illu öfl sem svífast einskis til að ná yfirráðum í landinu. Lýsingarnar á samskiptum þeirra eru vel unnar og skemmtilegar aflestrar, báðar persónurnar skýrar og vel dregnar og sérlega skemmtilegt að sjá kvenkynshetjur í hlutverki bæði lærlings og leiðbeinanda. Síðari hluti bókarinnar fjallar svo um hvernig þeim stöllum, með aðstoð annarra Rauðkufla, tekst það ætlunarverk sitt að bægja hættunni frá. Þar er mikið um grafískar bardagalýsingar og ekkert vantar upp á aksjónina. Í gegnum allt havaríið heldur Katja þó sínum séreinkennum og er skemmtilega ólík þeim hetjum sem algengastar eru í slíkum aksjónbókmenntum. Elí hefur fullt vald á þessum heimi sem hann hefur skapað, frásögnin flýtur vel og hann byggir upp spennuna jafnt og þétt. Sjónarhornið er mestan part hjá Kötju en einnig eru kaflar þar sem foringi illu aflanna, Bræðralagsins, er í forgrunni þannig að lesandinn fær að kynnast hans karakter og fyrirætlunum ágætlega. Þeir kaflar eru þó helsti veikleiki bókarinnar, illmennin eru ansi einhliða og ill í gegn, en þannig á það sjálfsagt að vera í heimi fantasíunnar. Fantasíubókmenntir hafa verið að hasla sér völl hérlendis á undanförnum árum og eru bækur Elís ekki veigaminnsta framlagið í þá bókmenntagrein. Heimur hans er þaulunninn og með hverri bók skýrist myndin af þessari veröld sem hann hefur skapað. Persónurnar eru þó ávallt í forgrunni og það sem gerir bækurnar eins skemmtilegar aflestrar og raun ber vitni er persónusköpunin. Kallið er þar engin undantekning og jafnvel fyrir manneskju sem hefur takmarkaðan áhuga á fantasíum er Kallið skemmtileg og spennandi lesning sem opnar nýja heima fyrir lesandanum.Niðurstaða:Hressileg og fimlega skrifuð fantasía með sérlega skemmtilegri hetju.
Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira